[ Valmynd ]

Ég

Þar sem þessi skrif mín eru aðallega gerð fyrir fólk sem þekkir mig og veit þar af leiðandi flest um mig veit ekki hvað ég ætti setja hérna.

Nú ég er alinn upp í Kópavoginu, gékk þar í Digranes og Víghólaskóla. Foreldrar mínir voru og eru, Siggeir Ólafsson og Ester Haraldsdóttir, systkyni mín þau Haraldur, Óli og Guðlaug sem búa í Reykjavík og Kópavogi og Íris Laufey sem býr þessa stundina í Danmörku. Var ég lengi í sveit í Þingvallasveit hjá þeim heiðurshjónum Halldóri og Guðrúnu í Stíflisdal.

Á yngri árum var ég haldinn mikilli óþólinmæði, almennu eirðarleysi, erfiðu skapi og erfiðri hegðun og var skólaganga mín því nokkuð skrikkjótt eftir grunnskólann.

Árið 1988 flutti ég norður í Ólafsfjörð með konu minni Katrínu Jónsdóttur Leikskólakennara, vorum þar í 16 ár og eignuðumst á þeim árum 3 börn. Ester Hörpu 1989, Elsu Maríu 1995 og Sigurjón Óla árið 1998. Ók ég flutningabíl hjá Árna Helgasyni vítt og breytt um landið en mest milli Ólafsfjarðar og Reykjavíkur þessi ár okkar í Ólafsfirði. Ég var ekki alveg farinn að sjá mig á flutningabílnum sextugan og fór þess vegna að huga að frekari námi, einnig gerði umferðarslys sem ég lenti í fyrir nokkrum árum mér erfitt fyrir í erfiðisvinnu og löngum vinnudögum.

Eftir nokkurra ára leit að rétta náminu, fann ég nám sem ég hafði mikið spáð í og langað í á mínum yngri árum og fram að þessum tíma aðeins kennt erlendis, er það B.s nám í átt að Landslagsarkitektúr. Að því að ég var orðinn svo gamall, fór ég einn vetur í Frumgreinadeild á Bifröst, lauk þar námi vorið 2005 og settist á skólabekk í Umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvenneyri haustið 2005. Þaðan lauk ég síðan námi með B.s háskólagráðu í Umhverfisskipulagi vorið 2008.

Þar sem ekki er möguleiki á að taka master á Íslandi til Landslagsarkitektúrs ákvað ég að sækja um í Arkitektaskólanum í Osló og hóf þar nám núna haustið 2008. Ef allt gengur upp verð ég í Osló núna í vetur, tek þar haust-og vorönn. Þá er eftir ein haustönn haustið 2009 og mastersverkefnið á vorönn 2010. Maður er alveg hættur að skilja þessi ártöl!!!

Hef ég búið á Hvanneyri síðustu árin og líkar það mjög vel í góðu og skemmtilegu samfélagi, ekki spillir að búa í fallegu umhverfi Borgarfjarðar.

Með námi hef ég verið að sýsla ýmislegt;

Keyrt rútur hjá Sæmundi í Borgarnesi, sumarið 2005 og enn að skjótast dag og dag, en sennilega ekki í vetur!

Skotist í vinnutarnir hjá Árna Helga á ýmsum stöðum á landinu í gegnum skólagönguna og þá aðallega á tjöru-spray-bíl, var þar allt sumarið 2006.

Ekið mjólkurbílum um sveitir Borgarfjarðar hjá MS, eftir 20 ára hvíld á mjólkurakstri, sumarið 2007 og í veikindaforföllum bílstjóra eftir það.

Unnið fyrir LBHI og þá aðallega við akstur á gestum sem þangað hafa komið.

Haustið 2007 hóf ég störf sem umhverfisfulltrúi í Fjallabyggð, í vinnutörnum fyrir norðan fann ég enga löngun í mér að flytja aftur norður. Hætti þess vegna störfum í Fjallabyggð núna 31.maí 2008 og hóf störf hjá Skorradalshrepp við skipulagsmál.

Já, er einnig að byggja hús á Hvanneyri og hefur farið mikill og ómældur tími í það!

Árin á Hvanneyri var ég einnig að vinna fyrir nemendafélagið m.a;

Meðstjórnandi í Slbh 

Fulltrúi nemenda í Kennslunefnd

Fulltrúi nemenda í Háskólaráði

Formaður Nemendafélagsins

Jæja, þetta er orðið alltof langt, látum þetta gott heita!!!

Hafið góðar stundir Vignir

vignir@skorradalur.is

vignir.siggeirsson@stud.aho.no