[ Valmynd ]

TÍMINN & SÍMINN

30. október 2008

Ekki vissi ég hvar ég var staddur er ég vaknaði núna í gærmorgun …hafði sofið yfir mig!!! Já, þeir klikkuðu eitthvað iðnaðarmennirnir í blokkinni hér við hliðina!!! Samt hafði ég nú til vonar og vara stillt símann minn …á hálf-átta …myndi að sjálfsögðu vakna við iðnaðarmennina klukkan sjö …en gott að geta lúrt hálftíma lengur.Hrekk ég síðan upp …var þá ekki klukkan alveg að verða níu …hvað er í gangi??? Er brostin á kreppa hér í Noregi??? engir iðnaðarmenn …engin læti …en hvar var svikarinn??? helv… síminn …að hann skyldi klikka …ands…!!! Fann ég símann …jú snúran var tengd við hann …en alveg steindauður …hvað var nú í gangi …hann búinn að gefa upp öndina eins og fleira íslenskt??? Nei, ekki alveg …hinn endinn á snúrunni þarf víst að vera í sambandi líka …þannig að þetta varð að skrifast á mig allt saman, svo skrýtið sem það er!!! 

Talandi um síma, eitt sem ég hef verið stórundrandi á hér í Noregi er hin mikla símanotkun fólks …sérstaklega ef það er statt í “almenningssamgöngutæki” …það er kannski ekki hin mikla símnotkun sem kemur mér sérstaklega á óvart …heldur að, það er eins og fólk þurfi í leiðinni að vera að tala við alla hina líka. Hef oft verið hissa á því að fólkið noti síma yfirleitt …hvort það væri ekki nóg fyrir þau að kalla!!! 

Eins og ég sagði sá ég allt svart er ég vaknaði í gærmorgun …þangað til ég kom út á svalir …þá var bara allt hvítt! Já, það hafði snjóað hér í Osló …þannig að ég fór héðan mikið dúðaður í skólann í gær, sem gerði það að verkum að ég missti alla einbeitningu …var ég svo logandi hræddur um að gleyma öllum þessum vetrarfötum í skólanum að ég hugsaði ekki um annað. 

Svo er búið að breyta tímanum hér í Noregi eins og víða annarsstaðar …nú er árið 2013 …nei það er búið að breyta klukkunni …þannig að í raun svaf ég ekki yfir mig miðað við gamla tímann, bara þann nýja. Að vísu svaf ég miklu minna yfir mig á nýja tímanum, þannig að það var gott að búið var að breyta. Finnst mér afskaplega freistandi að fara í skólann eftir nýja tímanum …og heim úr skólanum samkvæmt gamla tímanum …en að sjálfsögðu …gerir maður ekki svoleiðis lagað. 

Verkefnið hjá okkur Helga gengur bara svona alveg ljómandi vel …erum búnir að vera í skólanum að vinna að þessu verkefni frá snemma morguns og næstum fram í myrkur. Sátum við allan gærdaginn og fórum yfir þetta lið fyrir lið …ég pikkaði í tölvuna öllum okkar vangveltum og rökum fyrir hinum og þessum breytingum á þessu svæði. Já, það bættust við alveg heilar 5 blaðsíður af miklum vísindum og rökræðum hjá okkur eftir einn vinnudag …en mjög gott efni og nauðsynlegt. En hvað??? Þurftum við ekki að byrja á þessu öllu saman aftur í morgun …úúffff ….ég hélt ég hefði vistað verkefnið, en ég finn það bara hvergi …sama hvað ég leita. Vona að Helgi tali við mig aftur …fljótlega, en það bara …getur einfaldlega bara allt gerst í þessum heimi!!!

Ummæli (6) - Daglegt líf...

GPS - Gettu Pínu Síðar - TÆKI

27. október 2008

Langferð okkar Helga tókst mjög vel í alla staði …ókum hér lengst upp í sveit og fundum þar ríkisveg 7, en ver gékk að finna umfjöllunarefnið …eða áningarstaðina við þjóðveginn. Vorum við ekki alveg orðnir vissir um hvað þeir kölluðu áningarstaði …fundum ekkert að því sem við vildum kalla áningarstaði. Munaði mjög litlu á tímabili að við færum að rannsaka og meta “rútustoppistöðvar” …en fundum loks áningarstað …sem við vorum vissir um að væri áningarstaður.  

Ríkisvegur 7 gengur frá Osló og til Bergen …eitthvað um 500 km. leið …ekki þurftum við að fara svo langt …ókum í gegnum Hönefoss og einhverja minni bæi og enduðum á litlum bæ sem heitir Fla. Mjög skemmtilegur sunnudags-bíltúr hjá okkur félögum …viltumst ekkert …fyrr en við komum til Osló aftur …þá lentum við nú heldur betur í hringakstri um borgina. Ákváðum að skella okkur aðeins upp í Grorud-dalinn okkar …þar sem við erum að vinna annað verkefni …taka myndir og skanna svæðið, víst við vorum með bíl og ekki síst víst við vorum með GPS-tæki …við bara gætum ekki villst.

Lögðum við af stað í Groruddalinn (sem er eitt hverfi í Osló!!!) vorum við búnir að keyra þó nokkuð lengi er við áttuðum okkur á því að við vorum farnir að nálgast nokkuð mikið meginland Evrópu …fór núna mikill tíma í að finna stað til að snúa við og keyra til baka. Svo mikill tími fór í að keyra til baka að er við vorum komnir á rétta staðinn …var komið svo mikið myrkur að við gátum ekki tekið neinar myndir og sáum eitthvað lítið af svæðinu!!! Já, það er alltaf eitthvað!!!

Jæja ákváðum við að þetta væri bara orðið gott og best væri að skila bílnum aftur til Kidda í Lilleström og skutla Helga heim fyrir það ferðalag. Bein og greið leið er úr Groruddal og heim í hverfið okkar Helga …stilltum við GPS-galdratækið og ókum af stað …eltum örvarnar í tækinu …nei,nei vorum við ekki allt í einu komnir niður í miðbæ …hvaða, hvaða og vandamálið að komast úr miðbænum og heim …já það er efni í aðra frásögn …vera allt í einu komnir niður á Karl-Johann …nei, þetta var aðeins of mikið fyrir okkur félaganna í myrkrinu!!!

En þá átti eftir að koma bílnum til Lilleström …og ég aleinn …nú skyldi ég sko vanda mig …mjög upptekinn af akstri og fylgjast með GPS-tækinu …tækið sagði að ég ætti að vera 21 mínútu til Lilleström. Já, ég hefði sjálfsagt verið 21 mínútu ef ég hefði ekki gleymt enn einni beygjunni …var allt í einu kominn á hraðbraut upp til Trondheim og hvergi hægt að snúa við …aaaaaaaaaaaaaaaaaaaa hvað átti ég að gera …sá bara rauða línu á GPS-tækinu …alveg endalaust …sá fram á að vera á ferðinni alla nóttina …kannski að lenda í því eins og Pólverjinn núna um helgina að trúa tækinu svo bókstaflega að hann lenti út í miðju vatni og var nærri búinn að drekkja sér og félögum sínum.

Tækið fann að lokum rétta beygju fyrir mig til Lilleström … að vísu í gegnum iðnaðar- og íbúðahverfi …tók allt sinn tíma, en ég komst til Lilleström og til Kidda. Þó að GPS-tækið hafi stundum reynst manni erfitt eða við erfiðir tækinu er ljós að þetta en snilldartæki sem erfitt hefði verið að komast án í þessu ferðalagi.

Viljum við þakka Kidda kærlega fyrir lánið á bílnum, algjör snilld.

Ummæli (2) - Daglegt líf...

Villingur - Snillingur, eða þannig…

25. október 2008

Þá er stóra ferðalagið okkar Helga á morgun, leggjum af stað héðan á slaginu 900 og reynum að finna viðfangsefnið okkar sem er ríkisvegur 7 hér í Noregi. Fór með lestinni til Lilleström í dag að sækja bílinn til Kidda …ekki amalegt að eiga þann mann að hér í Norge …ótrúlegur. Var hann búinn að setja í bílinn landakort af Noregi og einnig er í bílnum GPS …þannig að ekki á að vera hægt að villast …samt tókst mér að villast!!!

Stoppaði hjá Kidda og Caty í kaffi og hélt síðan af stað frá Lilleström til Osló …ekki smá flott græja þetta GPS …en var svo mikið að horfa á tækið að ég gleymdi að beygja!!! Þvílíkur snillingur …en þetta hafðist allt saman eftir nokkra hringi …hafði mestar áhyggjur af því að verða olíulaus!!! Nei, nei auðvitað var Kiddi búinn að fylla kaggann af olíu …þetta er sko díselbíll!!! 

Um daginn fór ég í enn eina gönguferðina …hafði nú ekki miklar áhyggjur af því að villast, gæti sko alltaf séð byggingakrananna sem gnæfa yfir blokkinni hjá mér. Gékk ég langa lengi og sá margt nýtt og sniðugt …ákvað síðan eftir mikið lapp að snúa heim …fór nú að svipast um eftir byggingakrönunum …jú, þarna voru þessar elskur, ekki smá munur að geta staðsett sig út frá þeim. Gékk ég nú heim á leið og eftir langa stund gékk ég í gegnum skóg og eftir skóginn myndu kranarnir blasa við og einnig blokkinn mín …ekki smá flott. Kom ég í gegnum skóginn …birtust kranarnir og …einnig …vitlaus blokk!!! hafði ég þá tekið stefnuna á vitlausa byggingakrana!!! En það sem verra var að ég sá hvergi réttu byggingarkrananna. 

Ég vona innilega að morgundagurinn verði stórslysalaus og okkur takist að finna ríkisveg 7, en það sem ég óska mest er að okkur takist að finna réttu leiðina heim aftur!!!

Við erum svo innilega heppnir félagarnir, er við erum að fara í stórferðalag um Noreg …hefur aldrei verið verra veður í Noregi. Hér er bara íslenskt Hvanneyrarveður …rok og rigning!!!

Ummæli (3) - Daglegt líf...

Til KÖTU MINNAR

23. október 2008

Er nú vanur að gefa konu minni hrós en ekki opinberlega. Hef alltaf vitað um mikla kosti minnar eiginkvinnu. Nú erum við að byggja á Hvanneyri í miðri kreppu, hvenær annars!!! Ekki færum við að byggja á öðrum tíma, nei við viljum vera öðruvísi en aðrir.

En þessi kjarnorkukona sem vinnur fullan vinnudag sem leikskólakennari fer fyrir þessum framkvæmdum á sinn ótrúlega magnaða hátt. Þetta er bara eins og með bankanna í dag!!! Auðvitað réð ég konu til að sjá um framkvæmd á þessum hlutum, og að sjálfsögðu hana Kötu, “hún fær jafnvirði 2 milljónum á mánuði í góðum huga mínum til hennar”!!! Nei, sennilega ekki …kannski alveg …en fallegar hugsanir hafa sem betur fer aldrei verið metnar til fjár …þó maður hafi óttast um það á tímabili!!!

Hvanneyri verður þá kannski bara “Hvenneyri“, tja hljómar ekki illa!!!

 

Kostur er að eiga í konungshöll

kjarnorku góða drottningu

Sem sindrar eins og dúnamjöll

ég virði og sýni lotningu

  

Ótrúlegur er ógnarkraftur

sem ólgar í æðum þöndum

heyrist hennar húmorkjaftur

til hressingar vinnuhöndum

 

Þreytt er þessi ljúfa sál

þó á verkstað sé sá sterki

Finnst nú flestum komið mál

að friða höll frá verki

  

Elsku engils hjartað mitt

ekkert vildi ég meira

Byggja með þér búið þitt

og búa við orð í eyra 

Ummæli (6) - Daglegt líf...

FERÐA-HELGI

Nú er framundan mikil ferða-Helgi hjá okkur Helga …erum við að undirbúa stórt lokaverkefni þessarar annar …já, alveg hræðilega stórt verkefni …það er svo stórt að …ég veit ekki enn hvað það verður stórt. Í þessu verkefni fengum við að velja að vera tvennt í hverjum hóp … svo skrýtið sem það var …litum við Helgi hvor á annan er kennarinn lét þessi orð falla. Já, alveg merkilegt …en verður gaman, skrýtið og mikil áskorun að takast á við, að þurfa tala íslensku við verkefnisfélagann. Verkefnið snýr að lausnum og hönnun svæðis þess landsvæðis sem við erum búin að vera að greina núna í allt haust …(þar sem gamla, halta nunnan með stafinn tók fram úr okkur Helga í vettfangsferð núna fyrst í haust!!!) Erum við núna að fara í enn eina vettfangsferðina okkar þangað …núna á okkar forsendum og rannsaka fyrir okkar verkefni og helst að fá út niðurstöður fyrir okkur sjálfa!!! Þessa ferð ætlum við að fara eftir hádegi á laugardag …hér er svo mikil umferð á laugardögum fram að hádegi, að við ætlum ekkert að vera að þvælast neitt fyrir í þeirri umferð!!! … vona að þetta hafi hljómað sannfærandi!!! Erum búnir að fá lánaðan vinnubíl hjá Kidda vini mínum sem býr í Lilleström …þetta svæði sem við erum að skoða er að vísu í úthverfi í Osló …en í alvöru talað …þetta er bara nokkuð langt að fara og mikið svæði …betra að hafa bíl!!! 

En þessi vettfangsferð er ekki ástæðan fyrir því að ég sé að fara 25 km vegalengd til Lilleström að ná í bíl til að skoða úthverfi Oslóborgar. 

Já, nei aldeilis ekki … því eldsnemma sunnudagsmorguns erum við að fara í aðra skoðunarferð …þá tökum við með okkur nesti og nýja skó. Er það vettfangsferð sem við verðum að fara í litla kúrsinum okkar hér við skólann …eigum við að kynna okkur áningastaði við ríkisveg 7 hér í Noregi …já, já aldeilis fínt. Erum ekki enn búnir að finna ríkisveg 7 á landakortum, en okkur skilst að þetta sé einhversstaðar rétt hjá Geilo …sá einhversstaðar Geilo á landakorti …veit svona nokkurn veginn hvar það er á landakortinu, en veit ekkert hvernig við eigum að komast þangað. Svo skildist mér á einhverjum að þetta væri einhver langur vetrarvegur …þannig að …ef ekkert hefur spurst til okkar á mánudag eða þriðjudag, værum við ósköp þakklátir fyrir ef einhver gæti sett af stað neyðaráætlun okkur til bjargar. 

Núna á föstudagskvöldið er okkur boðið í fermingarveislu …já, já alltaf verið að ferma hér í Noregi. En þetta er sennilega ekki hefðbundin fermingarveisla …því ekkert er fermingarbarnið, þess vegna engin fermingargjöf …en við eigum að mæta með tertu með okkur. Ég hef aldrei farið í fermingarveislu þar sem ég hef ekki farið með stóran pakka eða úttroðið umslag af peningaseðlum …en nú þarf ég að koma með tertu, það hefur held ég aldrei gerst áður!!! Svo er þessi fermingarveisla stór þáttur í því að við ætlum ekkert að vera að þvælast í traffíkinni hér á laugardagsmorgni!!! Já, það er alltaf gaman að baka!!!Það laust nú niður sú hugsun, er ég ritaði þetta, hvernig ætli verði með fermingarbörnin núna í vor??? Ætli þau taki við íslenskum krónum í umslagi, eða ætli maður verði að verða sér úti um EURO-seðla??? 

Svo ætlum við Helgi að vera afskaplega duglegir með þetta verkefni …eins og öll önnur og verðlauna okkur með utanlandsferð! Sú ferð verður farin héðan frá Osló fimmtudaginn 13.nóvember kl.14.05 Er alveg ljóst að við erum vel búnir að vinna fyrir þessari ferð þó við séum ekki byrjaðir á verkefninu …held við verðum bara mjög duglegir við þetta og svo eigum við ekki að skila þessu verkefni  fyrr en 15.desember, okkur sýnist þetta vera létt og löðurmannlegt verkefni …ekki nema um 12 einingar (24 ects) …þannig að það er í góðu lagi að taka verðlaunin út fyrirfram. 

Já, þess vegna erum við ákveðnir í að taka okkur frí frá 13. nóv. til 23. nóv. og skella okkur í þessa utanlandsferð …lending verður kl.14.35 að íslenskum tíma …já ég talaði aldrei um þessa utanlandsferð sem skemmtiferð!!! Jú, sorry …auðvitað verður gaman að koma á klakann …heyra fréttir frá Geir Haarde og af öllum gjaldþrotunum …mjög spennandi!!! Fara að vinna í húsinu frá átta á morgnanna og fram að miðnætti …já, það er gaman og nauðsynlegt á krepputímum. En best verður að hitta fólkið sitt og alla hina …auðvitað er þetta ekkert annað en skemmtiferð um hábjargræðistímann!!! Djö….. kæruleysi, ekkert annað …en ætlum líka að vinna í verkefninu á meðan við erum heima!!! Alla vega að reyna!!!

Svo var bara alls ekki hægt að sleppa þessu …við höfum aldrei séð svona ódýr fargjöld hjá Icelandair …þannig að það var ekki hægt að sleppa þessu!!! Fengum flugfar fram og til baka á 39.000 …kostaði mig um daginn 33.800 að breyta flugfari …svona ódýrt fargjald frá Osló hefur sennilega ekki sést síðan farið var hér á milli með Víkingaskipum og þess vegna ómögulegt að láta þetta fram hjá sér fara og bara að fara. Ætli Icelandair hafi lent í því sama og SAS??? vitlaust gengi skráð í tölvurnar??? hehehehe … mér er slétt-sama!!! Nú var ég loksins að græða!!!

 

Já, fengum gleðifréttir í fyrradag …við Íslendingarnir í skólanum fengum felld niður skólagjöldin …sennilega vegna þess …að við erum frá einu af þróunarríkjunum!!!

Ummæli (7) - Daglegt líf...