[ Valmynd ]

Færslur 7. september 2008

Viðburðarrík vika

7. september 2008

Jæja ýmislegt hefur gerst í þessari viku…vikan byrjaði með kynningu og endaði með kynningu…alls vorum við með 3 kynningar í þessari viku, eina um ráðstefnuna frá Föstudeginum…síðan á miðvikudegi var kynning um greiningu í dalnum mínum!!! Groruddal…mitt viðfangsefni var…já þið ættuð að vita hvaða viðfangsefni ég fékk!!! auðvitað mína sérgrein!!! GRÓÐURFAR…hahahahahaha…þurfti að merkja inn á […]

Ummæli (5) - Daglegt líf...

þriðja helgin mín í Osló

Þessi helgi fór mest í lærdóm, fór snemma á laugardagsmorgninum niður í skóla að vinna verkefni í teikniforriti sem ég hef aldrei komið nálægt áður…Illustrator…af hverju er ekki hægt að hafa bara eitt teikniforrit sem allir geta unnið á við hvaða viðfangsefni sem er??? En þetta er allt að koma…búinn að læra talsvert á þetta.
Klukkan […]

Ummæli (0) - Daglegt líf...

Vika 2

Það hafðist af að klára viku 2, ekki var mikið um kynningar í þessari viku en lögð fyrir verkefni sem skila á og kynna á mánudag og miðvikudag núna í næstu viku. Þannig að þetta var svona frekar tíðindalítið allt saman, fórum að vísu í ferðalag með skólanum á föstudeginum.
Þetta ferðalag var til Hamar sem […]

Ummæli (0) - Daglegt líf...

Helgi 2

Þetta er ekki Helgi Einarsson nr.2, heldur er þetta önnur helgin okkar Helga hér í Noregi, þetta er ekkert nema helgar og helgihald.
Við ákváðum að leggja land undir fót og fara í helgarferðaleg út fyrir Osló, var stefnan tekin á að heimsækja Ragnar Finn í Ási. Vorum bara harla ánægðir með okkur að komast niður […]

Ummæli (0) - Daglegt líf...

Fyrsta skólavikan

Ég lifði af heila viku í skólanum hér í Osló…Kraftaverkin gerast enn…það sem hefur aldrei gerst áður, getur alltaf gerst aftur!!!…eða var það ekki þannig?
Draumurinn um rólega viku gékk ekki upp, fengum fyrsta verkefnið á mánudeginum, annað verkefnið á þriðjudeginum, þriðja verkefnið á miðvikudeginum…djöfuls læti í þessum kennurum. Öll þessi verkefni kynntum við svo á […]

Ummæli (0) - Daglegt líf...