[ Valmynd ]

Þá er það búið…

Birt 15. desember 2008

Jæja það tekur víst allt enda …líka þessi haustönn þó ég væri farinn að hallast að því að hún tæki ekki enda. Skiluðum stóra verkefninu okkar í dag …víst sjaldan sést annað eins verkefni í þessum skóla!!! Nei ég veit ekkert um það, en við félagarnir ásamt fleiri nemendum af þessari braut fengum að vita það á sérstökum fundi eftir kynninguna að við hefðum náð þessari önn með glans og erum við afskaplega sælir með það.

Erum núna að gera hreint fyrir okkar dyrum!!! Eftir að kynningu lauk í skólanum núna undir kvöld hefur okkar tími farið í að þrífa íbúðir okkar …það er allt að hafast …en ekki nema fjórir tímar í ferðalag okkar út á flugvöll. Þar sem Helgi hefur gaman að flugferðum …var ákveðið að fljúga fyrst í suður áður en við fljúgum í norður!!! Nú ætlum við að reyna á þjónustulund Norwegian til Kaupmannhafnar og Iceland Express frá Köben og yfir Atlantshafið til Keflavíkur. Þar lendum við kl.14.35 og þrátt fyrir allt er öll móttökuathöfn afþökkuð!!!

Hafið það gott þangað til næst, veit ekki hvenær verður næst eða hvort það verður eitthvað næst. Þakka öllum þeim sem nent hafa að fylgjast með þessu bulli mínu.

Gleðilega hátíð og góðar stundir.

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir María Guðbjörg:

  Ég vona að þú hættir nú ekki að blogga þó þú sért komin heim… það er alltaf svo athyglisvert að lesa bloggið mitt…Þú eykur víðsýni mitt (úúú háfleyg orð). Endilega vendu þig á að fá útrás á blogginu í staðin fyrir að buna þessu öllu á fjölskylduna :) hehehe

  Kveðja

  17. desember 2008 kl. 11.57
 2. Ummæli eftir Addi:

  Svona for um sjoferd thà….

  8. mars 2009 kl. 21.04