[ Valmynd ]

bráðum “búið”…

Birt 10. desember 2008

Það er ekki svo að hér sé ekkert um að vera og ekkert að frétta. Nei hér er svo mikið að gera og svo mikið um að vera, að enginn tími er til að setja saman pistil.

Þó sá verknaður taki ekki langan tíma er erfitt að setja sig í stellingar og fara að “pikka” orð niður á blað, er maður er að niðurlotum kominn eftir langan og strangan dag við lærdóminn!!!

Er ég búinn að hafa miklar áhyggjur af þessu bloggi undanfarið …búið að vera hálf-munaðarlaust og líður að því að það verði alveg munaðarlaust. Nú fer að líða að lokum skólavistar hér í Osló, telur maður nú niður þá sex daga sem eftir eru af þessari haustönn.  Gæti verið að einum pistli yrði hent hér inn í lokin, ef tími vinnst til. 

Dagar okkar Helga eru þrungnir mikilli tilbreytingu þessa daganna …erum við annað hvort í skólanum, eða hér heima hjá mér að vinna verkefnið okkar. Sem reyndar kemur örugglega til með að verða tímamóta verkefni við þenna skóla okkar …nei kannski ekki alveg. Erum búnir að vera að vinna að þessu verkefni nokkuð lengi …eða í allt haust, fyrst með ýmsum greiningum, síðan senario og ýmsum strategy-um. Ekki hefði okkur órað fyrir því er við fórum okkar fyrsta göngutúr um þennan dal núna í haust að útkoman á þessu verkefni yrði eins og það er að verða. En svona gerist, er búið er að vinna úr öllum greiningum, hanna hin ýmsu svæði og enda síðan á að endurhanna svæði sem hvorugur okkar leit til í greiningu eða forhönnun. Gaman að því hvert greining og forhönnun getur leitt námsfúsa og óþreytandi nemendur …eða þannig!!! 

En nú er allt að gerast og erum við búnir að fá tíma á “plotterinn” í skólanum milli klukkan 03.00 og 05.00 aðfararnótt sunnudagsins!!! Nú eru víst allir að prenta út og verðum við bara að bíða í röðinni …held að allir pöbbar loki klukkan 01.00 …þannig að við verðum að finna okkur eitthvað til dundurs þessa tvo tíma!!! 

Er þetta búið að ganga að mestu leyti áfallalaust hjá okkur fyrir utan nokkur atriði …ég á það til að gleyma að vista þau verkefni sem ég er að vinna …frekar leiðinlegt að gera þetta aftur og aftur, en þá nær maður að sníða af flesta vankanta sem voru á fyrri teikningum!!! Helgi var að vinna í að gera skortstöðu í íslensku krónunni …gékk ekki alveg miðað við síðustu daga, en eitthvað seig gengið til baka í dag og vonandi bjartari dagar hjá Helga. Er ég ekki mjög sáttur við að gengið sé á réttri leið eins og talað er um …við námsmenn búin að lifa erlendis á rándýrri íslenskri krónu í allt haust …er fer að nálgast útborgunardag hjá LÍN vill svo einkennilega til að íslenska krónan fer í sitt fyrra horf. Hef grun um að halda eigi þessu svona til að koma í veg fyrir að LÍN verði fyrir tjóni í sínum útborgunum …betra að námsmenn taki þetta á sig að mati ráðamanna!!! 

Hafa götur hér í Osló verið nokkuð hálar undanfarna daga …búið að bæta úr því í dag með grjótburði!!! ekki sandburði …því kornastærðin á þessari hálkuvörn er í þeirri stærð að ef einhver fengi eitt korn í hausinn …myndi sá sami, steinrotast!!!Ekki var búið að hálkuverja í gærmorgun er Helgi kom til mín …munaði engu að hann hefði flogið á hausinn í brekku er liggur hér niður að blokkinni hjá mér. Einhverjum tímum síðar þurfti ég að hendast út í búð …mæti ég ekki konu á háhæluðum skóm …og talandi í farsímann sinn!!!. Já, já hvernig skyldi henni ganga þarna niður víst Helgi var nærri dottinn á sínum fjallaskóm …hélt ég áfram göngu minni og horfði til baka að fylgjast með æfingum konunnar. Rann hún af stað …náði einhvern vegin að halda sér á fótunum …en allt í einu …fór ég heljarstökk og vissi ekki fyrr en ég lá á bakinu efst í brekkunni!!! Var ég svo mikið að fylgjast með konunni að ég tók ekki eftir blómakari sem var staðsett þarna á miðri gönguleið minni …stórhættulegt að skilja þessi blómaker eftir á víðavangi.

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

3 ummæli

 1. Ummæli eftir Kata:

  Var konan í pilsi ? hahaha. Vesen að lenda ekki fyrir neðan hana, á bakinu. En úps ekki svona pælingar!!! Hlakka til að fá þig heim ástin mín. Þú ert alltaf jafn yndislega seinheppinn.
  En ég er nú ekki sammála þvi að þú hættir að blogga, þó heim komi.

  11. desember 2008 kl. 0.04
 2. Ummæli eftir Vignir Þór:

  Já Kata, hún var í pilsi!!! sennilega ekki horft svo mikið annars!!! Nei ég sá að hún var að fara sér að voða og var að spá í að hafa vit fyrir henni er ég fór í mína flugferð!!! En eins og þú veist er ég kurteis maður og kíki ekki undir pils nema hjá einni konu og bið þá alltaf um leyfi!!!
  Já, Kata mín ég sé alveg fyrir mér að ég hafi tíma til að blogga er heim kemur!!! Kannski ef ég fæ að losna við uppvaskið á þriðjudögum og fimmtudögum, ryksuga, skúra og hengja upp úr vélinni!!! Þá er alveg séns að ég bloggi áfram!!!

  11. desember 2008 kl. 1.45
 3. Ummæli eftir jonag:

  Já lífið er ekki alltaf sanngjarnt hehehe….
  Farðu varlega og góða ferð heim.
  Blessaður góði þú heldur áfram að henda inn pistlum handa okkur lesþyrstu bloggfíklum.
  Kveðja úr sveitinni.

  14. desember 2008 kl. 23.48