[ Valmynd ]

TIL HAMINGJU ÍSLAND …

Birt 2. desember 2008

Til hamingju allir Íslendingar með afmælið í gær, skrýtið finnst mér hversu lítið var gert úr og virðist vera lítið gert úr á okkar tímum, þessum mikla og langþráða degi allra þá lifandi Íslendinga. 

Í margar aldir dreymdi Íslendinga um fullvalda og sjálfstæða þjóð, hart var fyrir því barist og í gær á níutíu ára afmæli fullveldisins var varla minnst á að þessi atburður hefði átt sér stað. Ætli fólk …eða þá frekar fjölmiðlar trúi því þá ekki lengur í öllum þessum hremmingum að við séum enn fullvalda og sjálfstæð þjóð???????? 

Nei, fjölmiðlar mjög svo uppteknir af því neikvæða sem gerist í landinu að engin tími er til að minnast tímamóta. Sem á þeim tíma lyfti þjóðarsálinni stall hærra og rúmlega það, ekki aðeins að Íslendingar fengju þá að annast sín fjármál og utanríkismál sjálfir. Heldur höfðu þessi tímamót mikil áhrif á fólkið sjálft í landinu, með aukinni trú á sjálft sig, fjölskyldu, atvinnu og landið sitt sem þá, á erfiðum tímum hleypti þessu fólki kapp í kinn og allir börðu sér á brjóst, HAGSÆLD, ÍSLANDI TIL HANDA.

En hvað gerðist í gær, jú þeir fáu Íslendingar sem komust til að fagna þessum tímamótum komu saman á Arnarhóli, til mótmælafundar, kannski hefur einhversstaðar verið minnst á afmæli fullveldis okkar, veit það ekki, reyndi að hlusta eftir því en heyrði ekkert slíkt. 

Þar sem allsstaðar er talað um það í fjölmiðlum að fyrirtæki séu ofmönnuð og verið sé að minnka vinnuskyldu fólks til að koma í veg fyrir uppsagnir, hefði ekki verið upplagt tækifæri í gær. Loka fyrirtækjum sem ekki eru að þjóna almannahag landsbúa, minnka þannig vinnuskyldu um átta tíma þennan mánuðinn og stofna til almenns afmælis-og þjóðardags.  

Þar hefðu þeir skemmtikraftar sem hafa viljað miðlað þjóðrækni sinni til almennings, þeir ræðumenn sem sjá svarta-og bjarta tíma framundan geta komið saman, miðlað túlkun sinni og hugsjónum fyrir steinilostinni þjóð. 

Gærdagurinn var kjörinn vettfangur fyrir okkur Íslendinga að sýna alþjóð samstöðu okkar í orði og verki, sýna alþjóð að við erum aðeins einstaklingar sem öll berum okkar byrðar, en stöndum saman sem ein heild er gefur á bátinn. 

Til að gera þennan dag að; ekki bara þjóðbaráttudagi, heldur einnig samstöðu degi íslenskrar þjóðar, hefður verkalýðs-og stéttarfélög átt að taka frumkvæðið. Því það voru þau sem seldu þennan frídag íslenskrar alþýðu til atvinnurekenda fyrir einhverjar krónur, sem nú eru löngu tapaðar. 

Ég reyni að lesa þau íslensku blöð sem ég kemst yfir, renni ég þá helst yfir dálkanna; TAPAÐ – FUNDIÐ, til að athuga hvort ekki sé örugglega búið að lýsa eftir Verkalýðs-og Stéttarfélögum sem alþýða hefur greitt í og er þeirra eign.  

MUNIÐ 1.DESEMBER 1918.

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

Ein ummæli

  1. Ummæli eftir Kata:

    þessi ræða þín þyrfti nú hreinlega að komast í blöðin ástin mín. Snilldarpenni sem þú ert.
    kv kata

    5. desember 2008 kl. 0.03