[ Valmynd ]

Tveir góðir …en ekki vinir!

Birt 27. nóvember 2008

Er búinn að hafa miklar áhyggjur af tveimur mönnum …annar er betlarinn sem situr alltaf við brúnna sem liggur að skólanum. Hinn er Helgi Einarsson! …já, ég er búinn að hafa miklar áhyggjur af þeim framan af hausti, betlarinn bíður og bíður eftir að fá einhverja aura … en við íslensku námsmennirnir með stáltaugarnar og …mjög tóma vasa af einhverju sem líkist járntegnund í vösum …röltum fram hjá og látum sem þetta láti ekkert á okkur fá. 

Samt hef ég fundið til samkenndar með manninum …sennilega er ég bara meiri aumingi en hann að grípa ekki tóma dollu og sitja á annarri brú!!! Jæja, aumingja maðurinn, þar situr hann á hvaða tíma sem er …hvort sem við mætum í skólann kl. Sjöhundruð eða bara þrettánhundruð …eða förum heim úr skólanum kl. Sautjánhundruð eða bara í stóru tölunum yfir tvö þúsund. Situr ekki þetta grey, alltaf á vaktinni.

Ég er nú búinn að vorkenna Helga Einarssyni í allt haust, í rándýrri leigu hér út í Osló, nýbúinn að kaupa fasteign á Dalvík. Lenda síðan í útistöðum við okkar góða og liðlega flugfélag sem búið er að þjóna okkur eyjaskeggjum á Íslandi alveg síðan 1935, ég veit að Helgi hefði ekki svona mikla þolinmæði í svo langan rekstur. Eru nú málin búinn að þróast þannig að hann fær ekki að ferðast með okkar yndislega og þjónustulipra flugfélagi, Icelandair.

Verður hann nú að taka á sig krók til Kaupmannahafnar með Norwegian frá Osló og síðan í þessum þröngu vélum Iceland-Express frá Köben og heim, allt vegna bréfs sem þessi saklausi drengur sendi á alla fjölmiðla á Íslandi vegna ofurkjara sem við námsmenn búum við. En hvað er að því að við námsmenn styðjum fornt og sögufrægt íslenskt fyrirtæki sem skilaði ekki nema 6,7 milljörðum í hagnað á fyrstu átta mánuðum þessa árs, …æ, en það er svo gott að vera þátttakandi í einhverju sem gengur vel, þó maður hafi ekki efni á því.

Þeir eru líka svo almennilegir við starfsfólkið hjá Icelandair…hættir að gefa að borða um borð! Það er best að hver borgi sína samloku … og þessar elskur hafa ekki tíma til að fara eftir allri vélinni vegna myntskiptinga. Margur farþeginn kom hungraður frá borði en sem betur fer ekki Helgi Einarsson.

Ekki batna dagarnir hjá námsmanninum Helga Einarssyni …nei, nei í dag var komið að skuldadögum húsaleigunnar … ekki hafði tekist að millifæra frá Íslandi og hingað til Noregs. Þannig að námsmaðurinn Helgi Einarsson hefur núna síðastliðna þrjá daga þeyst á milli hraðbanka að ná út seðlum í þessum hraðbönkum. Kom loks að því að Helgi var kominn með seðla fyrir allri húsaleigunni og setti þá í umslag fyrir íbúðareigandann …en, hvað???

Skilaboð frá íbúðareigandanum!!! … er í heimsreisu ertu til í að leggja þetta inn á banka reikninginn minn??? Já, já þessi maður hafði örugglega aldrei stigið fæti á erlenda grundu …en nú var það mögulegt, jú, hann var að leigja íslenskum námsmanni íbúðina sína og …hvað …já, já bara í heimsreisu …gerist ekki betra en að taka öll lönd í einu á kostnað fátæks námsmanns frá Dalvík hér í Osló!!!

Þurfti Helgi þá að leita að banka til að millifæra á “heimsreisuprinsinn” … var “heimsreisuprinsinn” staddur í Japan og gaf honum upp bankanúmerið sitt. Fór Helgi nú að leita að banka, eitthvað sem við erum búnir að gera í allt haust en lítið fundið. Rölti Helgi um bæinn þveran og endilangan …finnur loksins banka …ryðst inn í banka …tekur fram …eyðublað …sem hann fyllir út með allri talnarununni sem “heimsprinsinn” lét honum í té. Klárar að fylla þetta út eftir langan tíma …já, nei, guð minn góður þvílík röð …fór Helgi í röðina og beið og beið …jæja, kom þá ekki röðin að félaga Helga, gjaldkerinn lítur á bankanúmerið á eyðublaðinu … 

“nei, því miður …þú ert ekki í réttum banka”!!!  

Bomm …bomm …bomm …  “ER ÉG EKKI Í RÉTTUM BANKA, HVAÐA HEL…….  VITLEYSA ER ÞETTA”???

“HVAR ER SÁ RÉTTI DJÖ…..

“Hann er ekki á þessu svæði …en vertu alltaf velkominn aftur vinur” svaraði ljúf og fögur rödd.    

Þá rumdi í íslenska manninum sem ruddist út úr banka “NEI, ÉG KEM ALDREI HINGAÐ AFTUR”!!!

En áfram sat betlarinn á brúnni í sínum rólegheitum …meiri segja farinn að hafa það svo gott …að í dag gat hann fengið mann til að leysa sig af!!!

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

3 ummæli

 1. Ummæli eftir Helgi:

  Hehehehehehe, það er ótrúlegt hvernig þér tekst að skrifa ritgerð um mig, saklausan Íslendinginn. En ég skal glaður fljúga með Iceland-Express í þetta skiptið meðan Okurleiðir hugsa sinn gang :-)

  27. nóvember 2008 kl. 9.17
 2. Ummæli eftir Heiða:

  Gott að fá þig aftur á blogg heim Vignir. Þetta eru óttalega raunir sem Helgi greyið lendir í … ;)

  Hefurðu séð Little Britain: COMPUTER SAYS NOOO! Það ER Great Britain! Út í gegn! Kannast við þetta vandamál.

  27. nóvember 2008 kl. 13.21
 3. Ummæli eftir María Guðbjörg:

  Gaman að fá þig aftur. Ég þarf lítið að tala við Helga til að fá fréttir af honum og ég skil vel afhverju mamma hans hafði fyrst áhyggjur af honum eftir að hafa lesið bloggið þitt. Þú nærð að lýsa honum á svo raunmæddan hátt.

  En hvað engar fréttir af þér ???

  Kær kveðja

  27. nóvember 2008 kl. 14.25