[ Valmynd ]

KLAKAHÖLLINN

Birt 27. nóvember 2008

Er alltaf að komast að því betur og betur hvað við Íslendingar höfum það gott …við eigum hitaveitu og upphituð hús. Hér í íbúðinni er yfirleitt sama hitastig inni og úti þó mér finnist á köflum vera ívið hlýrra úti. Nei, þetta eru nú ýkjur en mikið andsk… getur verið kalt hérna inni …ekki alveg að skilja hvernig húshitunarmálum er háttað hérna.

Bý hér í nýrri íbúð með tveimur rafmagnsofnum sem gera að mér finnst lítið gagn …en það skrýtna er að inn á baðherberginu er gólfhiti!!! Já, gólfhiti inn á baðherbergi og hvergi annarsstaðar …nauðsynlegt að hafa hita á baðherbergisgólfinu …en hvers vegna í ósköpunum er þá ekki hægt að hafa gólfhita á öðrum hlutum íbúðarinnar??? Ekki alveg að skilja þetta, kaldasta herbergið í húsinu er svefnherbergið …finnst mér ekki þægilegt að hafa of heitt í svefnherbergi, þó það geti nú gerst í hita leiksins …en að hafa næstum frost þar inni finnst mér fráleitur kostur. Hefur verið svo kalt inn í svefnherberginu að tekið hefur marga tíma fyrir mig að ná aftur venjulegum líkamshita og þar afleiðandi oft verið lítið um svefn.

Datt mér í huga alveg snilldarráð eina nóttina …víst alltaf væri svona heitt inn á baðherbergi, væri besti kostur í stöðunni að fara inn á WC með dýnu og leggjast þar á gólfið!!! Fór nú í hönd nokkur undibúningstími við að græja dýnu og rúmföt inn á WC …alveg að drepast úr kulda …bar þetta allt inn á blessað WC blár í framan og ákveðinn líkamspartur orðinn að holu!!! Henti dýnunni á gólfið og hvað …nei, nei var þá ekki Vignir litli allt í einu orðinn svo stór að hann rúmaðist ekki á fína baðherbergisgólfinu!!! Þar var þessi tilraun úr sögunni og fór restinn af nóttinni í að ná aftur upp réttum líkamshita …sem gerðist ekki fyrr en rétt fyrir sjö er “vinir mínir” iðnaðarmennirnir í næstu blokk mættu til vinnu.

Djö… ands… var ég mikið að vandræðast, víst fyrri lausn væri úti, hvað í ósköpunum ég gæti gert …fór mikill tími í að hugsa réttu lausnina …en á endanum fann ég hana!!! Í svona málum verður maður að nota réttu tólin … og réttu græjurnar …mundi ég allt í einu eftir hárblásaranum sem ég fann hérna fyrst í haust, er hann búinn að standa aðgerðarlaus upp í skáp og fannst mér tími til kominn að hann fengi atvinnu og hlutverk á þessu heimili!!!

Breiði ég nú tvær sængur ofan á rúmið …sting hárblásaranum undir sængurnar …að sjálfsögðu á mesta snúning …fer inn á heitt baðherbergið …nýt þess að klæða mig úr í þessum mikla hita. Set sturtuna á tæplega 60° hita, slaka á í heitri sturtunni á meðan hárblásarinn vinnur sína vinnu …þurrka mér í rólegheitum …klæði mig svo í brókina …opna WC hurðina í rólegheitunum. Dreg djúpt andann …þrisvar sinnum …set síðan undir mig hausinn og hleyp af stað inn í svefnherbergi, hendi blásaranum í burtu og dreg sængurnar upp að höku.

Þetta hefur virkað ansi vel …nema á leið minni eru 2 beygjur og hef ég átt í basli með aðra þeirra!!! Það sem verra er að það er beygjan þar sem eldhúsinnréttingin byrjar …hef ég tvisvar lent í tjóni er ég náði ekki beygjunni …en það er ekki verstu slysin. Versta slysið varð er ég gleymdi að henda hárblásaranum undan sænginni og lagðist á hann …brenndi mig ansi harkalega …en er núna allur að skána á rassinum!!! 

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

6 ummæli

 1. Ummæli eftir Heiða:

  Að sækja vatnið yfir lækinn! Haha!

  Sama vandamál hérna megin þangað til tengdapabbi kom færandi hendi með hitateppi og ó hvað það er ljúft! Maður stingur teppinu í samband rétt áður en maður fer í háttinn og rúmið er funheitt þegar maður fer upp í það. Ef maður vaknar svo um nóttina vegna kulda þá bara kveikir maður á því aftur. Mæli með’essu!

  28. nóvember 2008 kl. 11.29
 2. Ummæli eftir Eyjólfur Ingvi:

  kannast við þetta vandamál … var lengi að átta mig á rúmumbúnaði á Nýja-Sjálandi í fyrra.

  Þó ég hafi verið þar um hásumar var oft helvítans kuldi þegar maður fór að sofa og lengi að ná hita … en þá virkar að hafa u.þ.b. þrjú lög af sængum og teppum

  29. nóvember 2008 kl. 0.17
 3. Ummæli eftir jonag:

  OMG hahahahaah
  Já það er notalegt að hafa kalt eða svalt í svefnherberginu en þá er líka enn notalegara að hafa þar einhvern til að hlýja sér ;)
  En ég væri sko til í hita í gólfið inn á WC sko en það er bara ekki í boði hér því WC er svo lítið að það væri ekki hægt að gera neitt þar inni ef ætti að leggja í gólfið hehehe… ekki einu sinni opna hurðina !
  En hvernig væri bara að sofa í íslenskum Norpara frá 66°N ???
  Jæja vona að bróðir þinn fari sér ekki að voða uppá fjalli við að misþyrma rjúpum fyrir konuna sína. Gutti er nefnilega ekki með til að bjarga kallinum. Kannski að Boggi reddi þessu því skyggni er lítið í augnablikinu.
  kv. úr Hrútósveitó.

  29. nóvember 2008 kl. 11.22
 4. Ummæli eftir Kornelia:

  Greyið :(
  Þetta er ekki gott þú færð örugglega kvef af þessum kulda.
  Athugaðu hitastigið hjá þér og ef það er undir 18 gráðum kvartaðu þá hjá eygandanum!! Hitinn má ekki vera undir 18 gráðum.
  Hef sjálf lent í þessu helví… og varð að sitja i lopapeysu (ekta íslenskri) þegar ég bardúsaði heima en af því að hitinn var i næstum því 19 :O gráðum þá gerðu þeir ekkert við því.
  Ég skil ekkert í þessum norðurlandabúum að geta búið í svona kulda, en núna bý ég á góðum stað og rosalega heitt hjá mér :D
  Vona að þetta reddist hjá þér.
  Hafðu það fínt.

  1. desember 2008 kl. 9.13
 5. Ummæli eftir Tóti:

  HAHAHAHA!!!!!!!!…… sjitt hvað þú ert heppinn að hafa lagst á bakið…..:)

  2. desember 2008 kl. 0.18
 6. Ummæli eftir Vignir Þór:

  Já mér finnst þetta algjör snilld með hitateppið …er þeim galla gæddur að þola ekki íslenska ull og kemur íslenska ullin þess vegna ekki til greina!!! En erfitt að kvarta við eigandann …búinn að vera svo þolinmóður með leigugjöldin, alveg innilega elskulegur. En ég borga varla leiguna er ég er dauður úr kulda og leigusalinn tæki ekki eftir því að ég væri dauður fyrr en eftir svona 2-3 mánuði, vegna þolinmæði hans. Það er eins með peysurnar sem gerðar eru úr plastflöskunum …sami eiginleiki og með ullarpeysurnar!!! Var búinn að semja leitarauglýsingu eftir bróður mínum er ég frétti að hann hefði gleymt hundinum!!! Já í allri minni óheppni er ég stundum alveg ótrúlega heppinn!!! En hefði ekki breytt neinu, því að á þessu stutta hlupi mínu er okkur félögum orðið svo kalt að hann er búinn að draga sig inn í skel sína!!!

  11. desember 2008 kl. 1.54