[ Valmynd ]

TÍMINN & SÍMINN

Birt 30. október 2008

Ekki vissi ég hvar ég var staddur er ég vaknaði núna í gærmorgun …hafði sofið yfir mig!!! Já, þeir klikkuðu eitthvað iðnaðarmennirnir í blokkinni hér við hliðina!!! Samt hafði ég nú til vonar og vara stillt símann minn …á hálf-átta …myndi að sjálfsögðu vakna við iðnaðarmennina klukkan sjö …en gott að geta lúrt hálftíma lengur.Hrekk ég síðan upp …var þá ekki klukkan alveg að verða níu …hvað er í gangi??? Er brostin á kreppa hér í Noregi??? engir iðnaðarmenn …engin læti …en hvar var svikarinn??? helv… síminn …að hann skyldi klikka …ands…!!! Fann ég símann …jú snúran var tengd við hann …en alveg steindauður …hvað var nú í gangi …hann búinn að gefa upp öndina eins og fleira íslenskt??? Nei, ekki alveg …hinn endinn á snúrunni þarf víst að vera í sambandi líka …þannig að þetta varð að skrifast á mig allt saman, svo skrýtið sem það er!!! 

Talandi um síma, eitt sem ég hef verið stórundrandi á hér í Noregi er hin mikla símanotkun fólks …sérstaklega ef það er statt í “almenningssamgöngutæki” …það er kannski ekki hin mikla símnotkun sem kemur mér sérstaklega á óvart …heldur að, það er eins og fólk þurfi í leiðinni að vera að tala við alla hina líka. Hef oft verið hissa á því að fólkið noti síma yfirleitt …hvort það væri ekki nóg fyrir þau að kalla!!! 

Eins og ég sagði sá ég allt svart er ég vaknaði í gærmorgun …þangað til ég kom út á svalir …þá var bara allt hvítt! Já, það hafði snjóað hér í Osló …þannig að ég fór héðan mikið dúðaður í skólann í gær, sem gerði það að verkum að ég missti alla einbeitningu …var ég svo logandi hræddur um að gleyma öllum þessum vetrarfötum í skólanum að ég hugsaði ekki um annað. 

Svo er búið að breyta tímanum hér í Noregi eins og víða annarsstaðar …nú er árið 2013 …nei það er búið að breyta klukkunni …þannig að í raun svaf ég ekki yfir mig miðað við gamla tímann, bara þann nýja. Að vísu svaf ég miklu minna yfir mig á nýja tímanum, þannig að það var gott að búið var að breyta. Finnst mér afskaplega freistandi að fara í skólann eftir nýja tímanum …og heim úr skólanum samkvæmt gamla tímanum …en að sjálfsögðu …gerir maður ekki svoleiðis lagað. 

Verkefnið hjá okkur Helga gengur bara svona alveg ljómandi vel …erum búnir að vera í skólanum að vinna að þessu verkefni frá snemma morguns og næstum fram í myrkur. Sátum við allan gærdaginn og fórum yfir þetta lið fyrir lið …ég pikkaði í tölvuna öllum okkar vangveltum og rökum fyrir hinum og þessum breytingum á þessu svæði. Já, það bættust við alveg heilar 5 blaðsíður af miklum vísindum og rökræðum hjá okkur eftir einn vinnudag …en mjög gott efni og nauðsynlegt. En hvað??? Þurftum við ekki að byrja á þessu öllu saman aftur í morgun …úúffff ….ég hélt ég hefði vistað verkefnið, en ég finn það bara hvergi …sama hvað ég leita. Vona að Helgi tali við mig aftur …fljótlega, en það bara …getur einfaldlega bara allt gerst í þessum heimi!!!

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

6 ummæli

 1. Ummæli eftir Tóti:

  Uss…. pirrandi að tapa dagsvinnu vegna þess að maður gleymir að seiva…. eða seiva á einhverjum stað sem maður finnur aldrei aftur. Þetta minnir mig á ákveðið upplýsingatæknipróf sem vinur minn tók á Bifröst….. hann gerði allt prófið en fann það svo aldrei til að skila því….. veit ekki hvort það hefur nokkuð til þess spurst.

  Vona að það gangi vel hjá ykkur áfram, smá ábending…. ctrl+S á 5 mínútna fresti.

  30. október 2008 kl. 20.41
 2. Ummæli eftir jonag:

  Hahahhahahahaha….. ´þú er algert met ég er alltaf að segja það.
  En já það er ótrúlegt hvað fólk getur blaðrað í síma.
  Og mundu svo bara að vista og það jafnvel á fleirri en 1 stað.
  Ég nota bloggsíðu fyrir svona eitt og annað sem ég vil ekki tapa sem ég rekst á því sumt vill maður hafa dáldið sér. En það er auðvitað bara ég.
  Kv. úr sveitó.

  30. október 2008 kl. 22.37
 3. Ummæli eftir Helgi:

  Að sjálfssögðu hef ég jafnað mig, en líður líka vel að vera kominn með copy af skjalinu núna. Maður verður að reikna með afskriftum þegar maður vinnur með svona hrakvallabálki, hehe.

  30. október 2008 kl. 22.47
 4. Ummæli eftir Kata:

  Vignir minn…………….. Hvenær ætlar þú að læra karlinn minn. Þú verður að muna að save-a. Já þið sem lesið,,,, þetta gerist stundum hjá mínum manni. En snilldarpenni!!!!! Flott hjá Helga að hafa copy. þekkir greinilega orðið pínu minn mann. hahahhaa
  heyrumst á morgun
  þín kæra

  30. október 2008 kl. 23.12
 5. Ummæli eftir Vignir Þór:

  Já, Tóti hvað nær minni þitt langt aftur …mitt nær ekki svona langt!!! ..getur kannski verið að ég hafi gleymt að save-a??? Núna ertu komin á rétta slóð hjá mér Jóna, vona að það sé í lagi, vil benda fólki á góðan penna í Hrútafirði …enda pennar það eina sem gæti lifað á þeim slóðum, nema blekið hætti að streyma fyrir kulda!!! nei, ekki illa meint en get sagt margar sögur af veðri í Hrútafirði.
  Takk fyrir Helgi minn, taldi víst að þessi dagur væri minn síðasti …en það er svo ótrúlegt í þessu lífi …að er maður gerir hlutina aftur, verða þeir svona áberandi betri en það sem maður gerpi áður ….þannig að eitt er víst …einhver æðri máttur var að segja okkur að gera þetta, já bara allt saman aftur!!!
  Kata, ég er alltaf að læra …en, ekki allir sem eru jafn-salla rólegir eins og ég þó að týnist eitt og eitt orð og jafnvel 4.500 …svona er bara lífið …fljótfærni borgar sig engan veginn!!! EN AF HVERJU ER ÉG ÞÁ ALLTAF SVONA ANDSKOTI FLJÓTFÆR???? Sennilega bara fikt og handæði!!!

  30. október 2008 kl. 23.38
 6. Ummæli eftir jonag:

  Takk Vignir fyrir hrósið.
  En ein smá fljótfærnisvilla hjá þér…….það vantar i í melafruin
  melafruin.blogcentral.is
  gott að nota copy og svo paste hhaahahahahaha……
  Það skiptir öllu máli hvernig penni er notaður því sumir þola ekki einu sinni sól.
  kv.Jóna

  31. október 2008 kl. 12.15