[ Valmynd ]

GPS - Gettu Pínu Síðar - TÆKI

Birt 27. október 2008

Langferð okkar Helga tókst mjög vel í alla staði …ókum hér lengst upp í sveit og fundum þar ríkisveg 7, en ver gékk að finna umfjöllunarefnið …eða áningarstaðina við þjóðveginn. Vorum við ekki alveg orðnir vissir um hvað þeir kölluðu áningarstaði …fundum ekkert að því sem við vildum kalla áningarstaði. Munaði mjög litlu á tímabili að við færum að rannsaka og meta “rútustoppistöðvar” …en fundum loks áningarstað …sem við vorum vissir um að væri áningarstaður.  

Ríkisvegur 7 gengur frá Osló og til Bergen …eitthvað um 500 km. leið …ekki þurftum við að fara svo langt …ókum í gegnum Hönefoss og einhverja minni bæi og enduðum á litlum bæ sem heitir Fla. Mjög skemmtilegur sunnudags-bíltúr hjá okkur félögum …viltumst ekkert …fyrr en við komum til Osló aftur …þá lentum við nú heldur betur í hringakstri um borgina. Ákváðum að skella okkur aðeins upp í Grorud-dalinn okkar …þar sem við erum að vinna annað verkefni …taka myndir og skanna svæðið, víst við vorum með bíl og ekki síst víst við vorum með GPS-tæki …við bara gætum ekki villst.

Lögðum við af stað í Groruddalinn (sem er eitt hverfi í Osló!!!) vorum við búnir að keyra þó nokkuð lengi er við áttuðum okkur á því að við vorum farnir að nálgast nokkuð mikið meginland Evrópu …fór núna mikill tíma í að finna stað til að snúa við og keyra til baka. Svo mikill tími fór í að keyra til baka að er við vorum komnir á rétta staðinn …var komið svo mikið myrkur að við gátum ekki tekið neinar myndir og sáum eitthvað lítið af svæðinu!!! Já, það er alltaf eitthvað!!!

Jæja ákváðum við að þetta væri bara orðið gott og best væri að skila bílnum aftur til Kidda í Lilleström og skutla Helga heim fyrir það ferðalag. Bein og greið leið er úr Groruddal og heim í hverfið okkar Helga …stilltum við GPS-galdratækið og ókum af stað …eltum örvarnar í tækinu …nei,nei vorum við ekki allt í einu komnir niður í miðbæ …hvaða, hvaða og vandamálið að komast úr miðbænum og heim …já það er efni í aðra frásögn …vera allt í einu komnir niður á Karl-Johann …nei, þetta var aðeins of mikið fyrir okkur félaganna í myrkrinu!!!

En þá átti eftir að koma bílnum til Lilleström …og ég aleinn …nú skyldi ég sko vanda mig …mjög upptekinn af akstri og fylgjast með GPS-tækinu …tækið sagði að ég ætti að vera 21 mínútu til Lilleström. Já, ég hefði sjálfsagt verið 21 mínútu ef ég hefði ekki gleymt enn einni beygjunni …var allt í einu kominn á hraðbraut upp til Trondheim og hvergi hægt að snúa við …aaaaaaaaaaaaaaaaaaaa hvað átti ég að gera …sá bara rauða línu á GPS-tækinu …alveg endalaust …sá fram á að vera á ferðinni alla nóttina …kannski að lenda í því eins og Pólverjinn núna um helgina að trúa tækinu svo bókstaflega að hann lenti út í miðju vatni og var nærri búinn að drekkja sér og félögum sínum.

Tækið fann að lokum rétta beygju fyrir mig til Lilleström … að vísu í gegnum iðnaðar- og íbúðahverfi …tók allt sinn tíma, en ég komst til Lilleström og til Kidda. Þó að GPS-tækið hafi stundum reynst manni erfitt eða við erfiðir tækinu er ljós að þetta en snilldartæki sem erfitt hefði verið að komast án í þessu ferðalagi.

Viljum við þakka Kidda kærlega fyrir lánið á bílnum, algjör snilld.

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir Kata:

  Segi enn og aftur.´Eg þarf bara að koma og vera á kortinu ástin mín hahahah. Eða mér finnst dæmið vera farið að snúast við, nú ert það þú sem lendir í því að fara pínu krókaleiðir að leiðarenda !!!!! en ég vil nú samt ekki hugsa það til enda ef ég hefði átt að taka þetta verk að mér, sem þið voruð í. Ég væri örugglega enn að keyra, tja eða komin út á rúmsjó eftir tækinu
  kv þin kæra

  28. október 2008 kl. 7.43
 2. Ummæli eftir HEIÐA:

  Hæ Vignir,

  mundu eftir bókinni Detours sem ég sagði þér frá. Hún er algjör snilld. Þú veist þetta örugglega samt. Hahah. Lika vefsidan turistveier.no eða e-ð álíka. Sama snilld.

  Kv
  Heiða

  28. október 2008 kl. 10.22