[ Valmynd ]

Villingur - Snillingur, eða þannig…

Birt 25. október 2008

Þá er stóra ferðalagið okkar Helga á morgun, leggjum af stað héðan á slaginu 900 og reynum að finna viðfangsefnið okkar sem er ríkisvegur 7 hér í Noregi. Fór með lestinni til Lilleström í dag að sækja bílinn til Kidda …ekki amalegt að eiga þann mann að hér í Norge …ótrúlegur. Var hann búinn að setja í bílinn landakort af Noregi og einnig er í bílnum GPS …þannig að ekki á að vera hægt að villast …samt tókst mér að villast!!!

Stoppaði hjá Kidda og Caty í kaffi og hélt síðan af stað frá Lilleström til Osló …ekki smá flott græja þetta GPS …en var svo mikið að horfa á tækið að ég gleymdi að beygja!!! Þvílíkur snillingur …en þetta hafðist allt saman eftir nokkra hringi …hafði mestar áhyggjur af því að verða olíulaus!!! Nei, nei auðvitað var Kiddi búinn að fylla kaggann af olíu …þetta er sko díselbíll!!! 

Um daginn fór ég í enn eina gönguferðina …hafði nú ekki miklar áhyggjur af því að villast, gæti sko alltaf séð byggingakrananna sem gnæfa yfir blokkinni hjá mér. Gékk ég langa lengi og sá margt nýtt og sniðugt …ákvað síðan eftir mikið lapp að snúa heim …fór nú að svipast um eftir byggingakrönunum …jú, þarna voru þessar elskur, ekki smá munur að geta staðsett sig út frá þeim. Gékk ég nú heim á leið og eftir langa stund gékk ég í gegnum skóg og eftir skóginn myndu kranarnir blasa við og einnig blokkinn mín …ekki smá flott. Kom ég í gegnum skóginn …birtust kranarnir og …einnig …vitlaus blokk!!! hafði ég þá tekið stefnuna á vitlausa byggingakrana!!! En það sem verra var að ég sá hvergi réttu byggingarkrananna. 

Ég vona innilega að morgundagurinn verði stórslysalaus og okkur takist að finna ríkisveg 7, en það sem ég óska mest er að okkur takist að finna réttu leiðina heim aftur!!!

Við erum svo innilega heppnir félagarnir, er við erum að fara í stórferðalag um Noreg …hefur aldrei verið verra veður í Noregi. Hér er bara íslenskt Hvanneyrarveður …rok og rigning!!!

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

3 ummæli

 1. Ummæli eftir jonag:

  Þú ert auðvitað snillingur …..rétt eins og bræður þínir …..!
  En annar þeirra er einmitt staddur hér í sveitinni að aðstoða gamla settið við framkvæmdir í fjárhúsunum ………getum kallað það banka….!
  Og það merkilega er að dóttir mín hefur mikið dálæti á honum og Gutta þó sérstaklega Halla því það er svo gaman að gera at í kallinum heheheheh…. ættir að sjá skottuna tækla kallinn og Boggi hlær út í eitt yfir þessu.
  En skemmtu þér vel í ferðinni og jú passa sig á að villast ekki.
  Kveðja úr sveitinni norðan heiðar þar sem er sko norðan fýla ……semsagt kominn vetur birrrr…….já með snjó og allan pakkan.

  25. október 2008 kl. 18.11
 2. Ummæli eftir jonag:

  Rak augun í það að þú ert með mig í tenglum og er það nú í góðu lagi. En vildi benda þér á að það er linkurinn á myndasíðuna en ekki bloggið.
  bloggsíðan er www.melafruin.blogcentral.is
  caio

  25. október 2008 kl. 21.58
 3. Ummæli eftir Kata:

  Þú minnir mig nú bara á konuna sem sagði börnunum sínum að muna að hún leggði bílnum við hliðina á rauða jeppanum, áður en farið var í búðina.
  Gott að ferðin ykkar tókst vel.
  kv Kata

  26. október 2008 kl. 20.33