[ Valmynd ]

Til KÖTU MINNAR

Birt 23. október 2008

Er nú vanur að gefa konu minni hrós en ekki opinberlega. Hef alltaf vitað um mikla kosti minnar eiginkvinnu. Nú erum við að byggja á Hvanneyri í miðri kreppu, hvenær annars!!! Ekki færum við að byggja á öðrum tíma, nei við viljum vera öðruvísi en aðrir.

En þessi kjarnorkukona sem vinnur fullan vinnudag sem leikskólakennari fer fyrir þessum framkvæmdum á sinn ótrúlega magnaða hátt. Þetta er bara eins og með bankanna í dag!!! Auðvitað réð ég konu til að sjá um framkvæmd á þessum hlutum, og að sjálfsögðu hana Kötu, “hún fær jafnvirði 2 milljónum á mánuði í góðum huga mínum til hennar”!!! Nei, sennilega ekki …kannski alveg …en fallegar hugsanir hafa sem betur fer aldrei verið metnar til fjár …þó maður hafi óttast um það á tímabili!!!

Hvanneyri verður þá kannski bara “Hvenneyri“, tja hljómar ekki illa!!!

 

Kostur er að eiga í konungshöll

kjarnorku góða drottningu

Sem sindrar eins og dúnamjöll

ég virði og sýni lotningu

  

Ótrúlegur er ógnarkraftur

sem ólgar í æðum þöndum

heyrist hennar húmorkjaftur

til hressingar vinnuhöndum

 

Þreytt er þessi ljúfa sál

þó á verkstað sé sá sterki

Finnst nú flestum komið mál

að friða höll frá verki

  

Elsku engils hjartað mitt

ekkert vildi ég meira

Byggja með þér búið þitt

og búa við orð í eyra 

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

6 ummæli

 1. Ummæli eftir Kata:

  Vá takk fyrir falleg ummæli. Ég sit hér hálf orðlaus. En enn og aftur þvílíkur snilldarpenni sem þú ert ástin mín.
  Er á leið í ból, eftir “hávaðasamt” bekkjarkvöld hjá syni þínum. Úff, en mjög gaman og tókst vel.
  Minntu mig á á morgun að segja þér hvað hann bað mömmu sína,,,,, ekkkki að gera á bekkjarkvöldinu. Snillingur.
  Kv þín eina sanna
  kata

  23. október 2008 kl. 23.37
 2. Ummæli eftir alma:

  æi þetta var nú aldeilis fallegt hjá þér Vignir og alveg er ég viss um að hún Kata átti þetta margfallt skilið. Vonandi gengur allt vel hjá ykkkur þrátt fyrir allt. Eigum við ekki að plana hitting um jólin við sem verðum á landinu þá??
  kv Alma

  24. október 2008 kl. 8.17
 3. Ummæli eftir Vignir Þór:

  Hæ Alma
  Jú mér lýst vel á það, sá það sem þú skrifaðir til Ingó og sagði við Ingó að flott væri ef þið “Innherjafólkið”!!! tækjuð á móti okkur “útrásar-VÍKINGUM”!!! og við gerðum okkur glaðan dag. Verð sennilega á landinu frá 17.desember til 12.janúar
  Kv.V

  24. október 2008 kl. 9.46
 4. Ummæli eftir Hjördís:

  Þarna hittir þú naglann á höfuðið Vignir! KATA er náttúrulega algjör hetja!
  Fínt ljóð hjá þér :-)
  Kv. Hjördís

  25. október 2008 kl. 10.55
 5. Ummæli eftir Vignir Þór:

  Já, takk Hjördís, en eins og ég hef margsagt er hún einstaklega vel upp alin nú í seinni tíð og að sjálfsögðu hefur hún lært mikið af mér!!! Nei, bara grín! já, hún náttúrulega algjör hetja og rúmlega það.
  Kv.V

  25. október 2008 kl. 17.42
 6. Ummæli eftir Hafdís:

  Vá frændi. Þvílíkur penni sem þú ert. Og kannt greinilega að meta konuna þína. Færð marga bjóra fyrir þetta næst þegar við hittumst. Kveðja frá Hæli

  25. október 2008 kl. 21.35