[ Valmynd ]

FERÐA-HELGI

Birt 23. október 2008

Nú er framundan mikil ferða-Helgi hjá okkur Helga …erum við að undirbúa stórt lokaverkefni þessarar annar …já, alveg hræðilega stórt verkefni …það er svo stórt að …ég veit ekki enn hvað það verður stórt. Í þessu verkefni fengum við að velja að vera tvennt í hverjum hóp … svo skrýtið sem það var …litum við Helgi hvor á annan er kennarinn lét þessi orð falla. Já, alveg merkilegt …en verður gaman, skrýtið og mikil áskorun að takast á við, að þurfa tala íslensku við verkefnisfélagann. Verkefnið snýr að lausnum og hönnun svæðis þess landsvæðis sem við erum búin að vera að greina núna í allt haust …(þar sem gamla, halta nunnan með stafinn tók fram úr okkur Helga í vettfangsferð núna fyrst í haust!!!) Erum við núna að fara í enn eina vettfangsferðina okkar þangað …núna á okkar forsendum og rannsaka fyrir okkar verkefni og helst að fá út niðurstöður fyrir okkur sjálfa!!! Þessa ferð ætlum við að fara eftir hádegi á laugardag …hér er svo mikil umferð á laugardögum fram að hádegi, að við ætlum ekkert að vera að þvælast neitt fyrir í þeirri umferð!!! … vona að þetta hafi hljómað sannfærandi!!! Erum búnir að fá lánaðan vinnubíl hjá Kidda vini mínum sem býr í Lilleström …þetta svæði sem við erum að skoða er að vísu í úthverfi í Osló …en í alvöru talað …þetta er bara nokkuð langt að fara og mikið svæði …betra að hafa bíl!!! 

En þessi vettfangsferð er ekki ástæðan fyrir því að ég sé að fara 25 km vegalengd til Lilleström að ná í bíl til að skoða úthverfi Oslóborgar. 

Já, nei aldeilis ekki … því eldsnemma sunnudagsmorguns erum við að fara í aðra skoðunarferð …þá tökum við með okkur nesti og nýja skó. Er það vettfangsferð sem við verðum að fara í litla kúrsinum okkar hér við skólann …eigum við að kynna okkur áningastaði við ríkisveg 7 hér í Noregi …já, já aldeilis fínt. Erum ekki enn búnir að finna ríkisveg 7 á landakortum, en okkur skilst að þetta sé einhversstaðar rétt hjá Geilo …sá einhversstaðar Geilo á landakorti …veit svona nokkurn veginn hvar það er á landakortinu, en veit ekkert hvernig við eigum að komast þangað. Svo skildist mér á einhverjum að þetta væri einhver langur vetrarvegur …þannig að …ef ekkert hefur spurst til okkar á mánudag eða þriðjudag, værum við ósköp þakklátir fyrir ef einhver gæti sett af stað neyðaráætlun okkur til bjargar. 

Núna á föstudagskvöldið er okkur boðið í fermingarveislu …já, já alltaf verið að ferma hér í Noregi. En þetta er sennilega ekki hefðbundin fermingarveisla …því ekkert er fermingarbarnið, þess vegna engin fermingargjöf …en við eigum að mæta með tertu með okkur. Ég hef aldrei farið í fermingarveislu þar sem ég hef ekki farið með stóran pakka eða úttroðið umslag af peningaseðlum …en nú þarf ég að koma með tertu, það hefur held ég aldrei gerst áður!!! Svo er þessi fermingarveisla stór þáttur í því að við ætlum ekkert að vera að þvælast í traffíkinni hér á laugardagsmorgni!!! Já, það er alltaf gaman að baka!!!Það laust nú niður sú hugsun, er ég ritaði þetta, hvernig ætli verði með fermingarbörnin núna í vor??? Ætli þau taki við íslenskum krónum í umslagi, eða ætli maður verði að verða sér úti um EURO-seðla??? 

Svo ætlum við Helgi að vera afskaplega duglegir með þetta verkefni …eins og öll önnur og verðlauna okkur með utanlandsferð! Sú ferð verður farin héðan frá Osló fimmtudaginn 13.nóvember kl.14.05 Er alveg ljóst að við erum vel búnir að vinna fyrir þessari ferð þó við séum ekki byrjaðir á verkefninu …held við verðum bara mjög duglegir við þetta og svo eigum við ekki að skila þessu verkefni  fyrr en 15.desember, okkur sýnist þetta vera létt og löðurmannlegt verkefni …ekki nema um 12 einingar (24 ects) …þannig að það er í góðu lagi að taka verðlaunin út fyrirfram. 

Já, þess vegna erum við ákveðnir í að taka okkur frí frá 13. nóv. til 23. nóv. og skella okkur í þessa utanlandsferð …lending verður kl.14.35 að íslenskum tíma …já ég talaði aldrei um þessa utanlandsferð sem skemmtiferð!!! Jú, sorry …auðvitað verður gaman að koma á klakann …heyra fréttir frá Geir Haarde og af öllum gjaldþrotunum …mjög spennandi!!! Fara að vinna í húsinu frá átta á morgnanna og fram að miðnætti …já, það er gaman og nauðsynlegt á krepputímum. En best verður að hitta fólkið sitt og alla hina …auðvitað er þetta ekkert annað en skemmtiferð um hábjargræðistímann!!! Djö….. kæruleysi, ekkert annað …en ætlum líka að vinna í verkefninu á meðan við erum heima!!! Alla vega að reyna!!!

Svo var bara alls ekki hægt að sleppa þessu …við höfum aldrei séð svona ódýr fargjöld hjá Icelandair …þannig að það var ekki hægt að sleppa þessu!!! Fengum flugfar fram og til baka á 39.000 …kostaði mig um daginn 33.800 að breyta flugfari …svona ódýrt fargjald frá Osló hefur sennilega ekki sést síðan farið var hér á milli með Víkingaskipum og þess vegna ómögulegt að láta þetta fram hjá sér fara og bara að fara. Ætli Icelandair hafi lent í því sama og SAS??? vitlaust gengi skráð í tölvurnar??? hehehehe … mér er slétt-sama!!! Nú var ég loksins að græða!!!

 

Já, fengum gleðifréttir í fyrradag …við Íslendingarnir í skólanum fengum felld niður skólagjöldin …sennilega vegna þess …að við erum frá einu af þróunarríkjunum!!!

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

7 ummæli

 1. Ummæli eftir Guðlaug:

  Þar kom að því að þú græðir á því að vera fátækur! Verst að við hin öll þurfum að vera líka fátæk til að hafa möguleika á flugfari sem er á kostaboði - þ.e. fyrir þá sem eru staddir réttu megin við sjóinn!

  23. október 2008 kl. 21.56
 2. Ummæli eftir Vignir Þór:

  Hei, hei og bara hey!!!
  Þetta er fyrir alla aumingja, líka þá sem eiga pening!!! Erum við ekki öll aumingjar í augum alheimsins, þetta er kannski liður ríkisstjórnarinnar í að hafa ódýr fargjöld heim svo við séum ekki að spandera gjaldeyri í óþarfa eins og menntun!!!

  23. október 2008 kl. 22.32
 3. Ummæli eftir Kata:

  hlakka til að fá þig heim ástin mín. Var samt að spá hvort ég þyrfti ekki að koma út og vera á KORTINU fyrir þig þegar þið finnið Geilo !!! Annars veit ég að þú verður ekki í vandræðum með þetta, hefur ratað ótrúlegustu vegleysur hingað til.
  Vonandi smakkast rétturinn þinn vel, sem þú mætir með í “fermingarveisluna”……a.la.Vignir.
  Já og loksins “græddum ” við með flugið hahaha
  Las bréfið þitt áðan, frá manninum,…….er hann raunverulegur? Eru til svona menn. Ótrúlegt. Bið að heilsa honum.
  heyrumst sætastur.
  kv kata

  23. október 2008 kl. 22.55
 4. Ummæli eftir Vignir Þór:

  Já elskan. þú ert flott á vegakortunum …sérstaklega þegar þú ert með kort af réttu landi!!! já og þegar mælikvarðinn í réttu landi er ekkert að flækjast fyrir þér!!! Þá er bara að brosa og hafa gaman …þó erfitt sé að vera villt með börnin!!! Þó maður sé villtur er ekki gaman að vera villtur!!!
  Kv.V

  24. október 2008 kl. 0.27
 5. Ummæli eftir Inga:

  Hei, flott hjá þér að kíkja heim, gott að norsararnir sleppa skólagjöldunum líka, ekki veitir af ;o)

  24. október 2008 kl. 14.45
 6. Ummæli eftir Vignir Þór:

  Já, takk Inga veit ekki hversu flott það er að kíkja heim!!! …veit að ég verð þjóðnýttur til verka í húsbyggingu!!! Nei,nei það er bara gaman, hef aldrei leiðst að taka aðeins til hendinni og ljúft að hitta fólkið. Já þeir hugsa vel um okkur Íslendingana blessaðir Norðmennirinir. Samt hafa nýjustu fréttirnar af Glitni hér í Noregi farið illa í þá.
  Kv.V

  25. október 2008 kl. 17.47
 7. Ummæli eftir Vignir Þór:

  Guðlaug

  Ég var að lesa yfir þessi ummæli og fannst eitthvað hryssingslegt og dónalegt commentið mitt til þín. Það var alls ekki meiningin og var ritað með sól í hjarta, bara kom svona út!!! Vona að þú fyrirgefir mér það elsku systir.
  Bestu kveðjur til ykkar allra í Hrísrimanum.
  Kv.V

  25. október 2008 kl. 17.53