[ Valmynd ]

Hér hefur maður það “Grand”…meina “Grant”!!!

Birt 17. október 2008

Enn erum við námsmenn að basla í hungursneyðinni hér í Noregi …auðvitað er til nægur matur hér handa öllum …en við íslenskir námsmenn höfum bara ekki efni á þeim munaði sem kallast matur. Má kalla síðustu helgi alveg einstaka munaðarhelgi …þá gat ég borðað hrökkbrauð með smjöri og osti …alveg einstakur sælkeramatur …sérstaklega er litið aftur í tímann … því á þriðjudag kláraðist osturinn …þá borðaði ég hrökkbrauð með smjöri …svona alveg sæmilegt …alla vega hægt að renna þessu niður með mjúku smjöri. Í gær kláraðist smjörið …þá borðaði ég hrökkbrauðið með engu …þurrt hrökkbrauð er svo sem fínt er maður á ekki neitt annað …en, jú það var fínt, því ég átti ekki neitt annað …á ég nú eftir 4 sneiðar af hrökkbrauðinu …get ekki sagt að ég hlakki til að fá mér morgunmat!!! 

Nei, nú er ég örlítið að ýkja …hér skortir ekki neitt …ekki einu sinni peninga …en þeir eru bara ekki hjá okkur Íslendingunum …höfum samt peninga …en mikið ANDSKOTI eru þeir peningar dýru verði keyptir …þannig að auðvitað er maður ekkert að hlaupa út í búð þó að vanti ost eða smjör …á meðan maður hefur nóg að drekka er þetta í góðu lagi …er ég þá að meina vatn, mjólk og kaffi …hehehehe veit að einhver ætlaði að lesa annað út úr þessu … en því miður er það bara svo …mikið lagt á bæði sál og líkama!!! 

Helgi og Sveinn arkitektanemi í skólanum okkar voru í blaðaviðtali hjá Stútendablaðinu í vikunni …þar runnu mörg tár …var greinilegt að þessir íslensku námsmenn höfðu það mjög erfitt hér í Osló. Þeir áttu svo bágt …nei þeir báru sig vel …gott viðtal, en eftir þetta viðtal kom einn kennarinn að máli við okkur í dag og sagði að skólinn myndi gera allt til að við gætum verið áfram. Ef það væru einhverjir erfiðleikar sem hægt væri að leysa úr, myndu þeir kennararnir og skólinn gera allt sem þeir gætu til að aðstoða okkur. Arkitektanemarnir Sveinn og Hans voru kallaðir á fund skrifstofustjóra skólans og ég og Helgi á eftir og þar endurtók skrifstofustjórinn orð kennara okkar um að skólinn vildi gera allt sem hann gæti fyrir okkur …mér leið bara eins og ég væri frá Éþópíu!!!

En, Norðmenn eru bara frábærir hafa mikla samúð með okkur …ekki eins og Bretar eða þá Danir …vil líka nefna alveg einstakan velvilja minna íbúðaeigenda …þú greiðir ekki leigu fyrr en tryggt er að þú eigir fyrir mat. 

Sem sagt með einu orði; Norðmenn eru alveg frábærir, segi það og skrifa b…o…b…, nei það eru orð sem ég stend við, alveg þangað til ég kemst að einhverju öðru!!! 

Þar sem ég hef ekki haft tíma til að skrifa núna undanfarið …skal ég lofa að koma með nánari fréttir núna um helgina af lífi mínu í Osló, skólagöngu …samlífi okkar Helga!!! Já og nokkrum reynslusögum …heppninn hefur ekkert verið að nálgast mig frekar hér í Osló en annarsstaðar og skal ég reyna að greina frá því núna um helgina.

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

3 ummæli

 1. Ummæli eftir Tóti:

  Það hlýtur að vera frábær tilfinning að vera kallaður til “skólastjórans” og vera ekki í vandræðum…….. var það ekki alveg nýtt fyrir þér?
  En gott að norðmenn eru almennilegir við ykkur, hlakka til að fá frekari fréttir af þér þarna í noregi…… en plís ekki segja ítarlega frá “samlífi” þín og Helga….

  18. október 2008 kl. 10.27
 2. Ummæli eftir Guðlaug:

  Við sendum þér hugskeyti með mat og norskum krónum…. talandi um það á ég á örugglega nokkrar norskar krónur ofan í skúffu ef þú vilt?

  Baráttukveðjur af klakanum…. Áfram Ísland og heyja Norge.

  kv, Guðlaug og Helgi

  18. október 2008 kl. 23.38
 3. Ummæli eftir Ragna:

  Heyrðu. Ég er ekki alveg að skilja allt þetta hrökbrauðsát í þér. Er ekki orðin spurning um að athuga með aðrar verslanir. Þegar að þú hefur hægðir, ryksugar þú þetta ekki bara??? NEi ojbara…….Heryðu. Danir eru líka flottir. Nema kannski leigusalarnir. Það er bara að borga eða vera borin út. Bestu kveðjur frá sveltandi námsmanni í Köben

  19. október 2008 kl. 18.05