[ Valmynd ]

Óskiljanlegt

Birt 23. september 2008

Ég lenti í alveg hreint óskiljanlegum hlut í skólanum núna í morgun … er að vinna við GIS verkefni og þarf að nota tölvurnar í tölvuveri skólans, nú ég reif mig upp fyrir allar aldir og tölti í skólann … nei var ekki kennslustund í tölvuverinu og allar tölvur uppteknar. Finnst mér alveg með ólíkindum að farið hafi framhjá skólayfirvöldum að ég væri að vinna við GIS verkefnið mitt og þyrfti á tölvu að halda í skólanum …vona ég að mistök sem þessi verð eigi aftur gerð á meðan námsdvöl minni stendur hér.

Þessi mistök skólayfirvalda urðu til þess að ég mætti tvisvar í skólann í dag …fyrst í morgun, lét mig hverfa þaðan víst þetta ástand varði …ekki alveg mjög sáttur og mætti aftur síðan aftur eftir hádegið. Já, það tekur á að mæta tvisvar sinnum í skólann sama daginn!

En þar sem styttist óðum í Íslandsferð er ég bara ánægður með lífið og lét þessa atburði ótrúlega lítið á mig fá, einnig virðist farið að vora aftur hér í Osló og búinn að vera sumarhiti hér síðan á laugardag…þannig að hér er ekki yfir neinu að kvarta …nema helv…hita … nei, þetta er bara flott.

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.