[ Valmynd ]

Mæðudagur

Birt 22. september 2008

Leiðinlegasta skóladeginum til þessa er lokið … alla vega í skólanum sjálfum… þá er bara eftir heimalærdómurinn, Helgi var að setja mér fyrir kvöldverkefni og er víst betra að hlýða því!!!! En mikið assk … helv….var þetta eitthvað leiðinlegur dagur …hanga inn í dimmri tölvustofu að vinna í GIS … ekki alveg fyrir mig, eða þannig.

Dagar eins og þessir draga úr manni alla löngun til að langa að hætta að reykja … hvernig væru svona dagar ef maður hefði ekki ástæðu til að lauma sér út einu sinni til tvisvar á klukkutíma og kveikja sér í, jafnvel þó löngunin sé alls engin. Já það má segja að tóbaksnotkun mín hafi bjargað deginum … er líka oft að spá í hvað þessar reykingar bjarga hjá manni líkamlegri heilsu. Ef ekki væri fyrir þessar elskur myndi maður missa af öllum þessum gönguferðum út í hvaða veðri sem er … skapar þetta mikla hreyfingu …stundum upp og niður stiga og tröppur … jafnvel margar hæðir … svo er það oft ekki nema fyrir alhraustasta útivistarfólk að standa í úti í hvaða veðri sem er og anda að sér hreinu og tæru lofti.

Ekki var til að bæta þennan dag að ég klúðraði hjá mér mínum heilaga morgunmat … ákvað að spara við mig og fara ekki út í búð á laugardaginn (matvöruverslanir lokaðar í Osló á sunnudögum, gott mál). Átti ég hér þetta fína “corn-flakes” en afskaplega litla mjólk, drakk ég svart kaffi í allan gærdag til að spara mjólk fyrir yndislegan morgunmat … nú ég hellti korninu á diskinn… sótti þessa litlu mjólk sem ég átti … hellti út á og teygði mig í sykurpokann … dreifði sykri vel yfir kornið og settist við borðið … nei, mikið helv… ands… djöf… hafði ég ekki dreift úr hveitipokanum yfir fína “corn-flakes-ið mitt!!! Ja, þvílíkt og mikið helv… en þar sem ég átti ekki meiri mjólk … lét ég mig hafa það að dreifa sykri yfir hveitið og láta herlegheitin vaða upp í mig, smá fljótfærni í kallinum!!!

Ákvað ég á þessum leiðinda-mánudegi að taka sporvagninn í skólann, eitt af því sem ég velti mikið fyrir mér er starf þess fólks sem þetta starf vinnur … fara kannski 20 ferðir á sömu teinunum alla vaktina!!! ég veit að ég væri rokinn út eftir ferð númer tvö … eitt er að keyra rútur eða flutningabíla alltaf sömu leiðina, en þetta er held ég það allra versta. Annað sem ég hef tekið eftir, að þegar þessir vagnar mætast á blessuðum teinunum, heilsa þeir alltaf hvorir öðrum “sporvagnastjórarnir” … “já, já blessaður Jón”…tuttugu sinnum á hverri vakt!!! … þetta væri bara eins og ég mætti í kennslustund eftir hverjar frímínútur og byði alltaf góðan daginn!!! Já, ég er ekki að skilja þetta … þeir eru kannski að stytta sér stundirnar með þessu, veit ekki … þeir þurfa allavega ekki að hafa áhyggjur af því að keyra útaf eða þannig, geta bara verið með sína spaða hvar sem þeim sýnist!!!

Svo ég sé nú ekki að hneyksla hér gamlar frænkur eða frændur, bændur eða búalið … eða já, bara hvern sem er ætla ég að nota tækifærið og segja frá því að hér í Osló er ég mjög stilltur og reglusamur maður … bara líkt og ég haf alltaf verið! Sú frásögn sem ég lét frá mér í gær um að áfengi og tóbak væri svo dýrt að ég hefði ekki efni á skóm, laust niður í huga mér er ég leit á skóna mína … mikið rétt, eitt parið er orðið mikið slitið. En datt mér þá í hug þessi fleygu orð háttsetts ríkisstarfsmann, sem fannst gott í staupinu … er hann hitti vin sinn á götu “að dýrtíðin væri slík og áfengið orðið svo dýrt að hann hefði ekki efni á að kaupa sér skó”!!! Gott fólk, þið þurfið ekki að örvænta … ég er alltaf sami góði strákurinn!

Núna styttist í ferð mína yfir Atlantshafið … verður hún farin héðan árla fimmtudagsmorguns … þó enn séu 60 tímar í brottför er kallinn búinn að pakka og allt klárt …veit samt að ég gleymi einhverju!.. eins og myndavélinni núna í morgun … ætlaði að halda áfram myndatöku minni í skólanum þar sem frá var horfið á föstudag … þá var hún straumlaus … setti hana á hleðslu hérna heima … sem gerði það að verkum að ég gleymdi henni!!!

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

4 ummæli

 1. Ummæli eftir Kjartan:

  Sæll gamli, bara kvitta fyrir… passaðu þig nú bara á því að detta ekki á hausinn þarna úti… ;)

  22. september 2008 kl. 17.29
 2. Ummæli eftir Helena:

  Gott að heyra að þið eruð á lífi.
  Við erum á leið með nemendur til Barcelona. Sýnist húsið ykkar standa af sér storma og rok síðustu vikna
  gangi ykkur allt í haginn
  kv. H

  22. september 2008 kl. 22.29
 3. Ummæli eftir Þórunn Harðar:

  Sæll og blessaður Vignir - ég sé að þú blómstrar í Norge!
  Frábært að lesa bloggið þitt og ég verð að segja það að ég fæ reglulega “flash back” við lesturinn því eitthvað hljómar upplifun þín í landinu fagra kunnuglega og heimilislega….
  Yndislega hefur kornfleksið smakkast - en hvað gerir maður þegar búðir eru lokaðar á sunnudögum!!!!!

  Bestu kveðjur úr Sóltúninu :-)

  22. september 2008 kl. 23.11
 4. Ummæli eftir Hjördís:

  Hæ, hæ!
  Gaman að lesa bloggið þitt!
  Var að enda við að pakka niður fyrir Barcelonaferð á morgunn… við verðum sem sagt bæði yfir Atlandsahafinu þann daginn en á leið í sína hvora áttina! Ferlega held ég að innflutningspartýið verði tómlegt án mín, en þú huggar þig bara við að ég er alveg til í að bæta það upp seinn :-)
  Bestu kveðjur og góða ferð!
  Hjördís

  24. september 2008 kl. 0.54