[ Valmynd ]

…og “báðir” komu þeir aftur…

Birt 21. september 2008

Það er rétt að byrja á stóru fréttunum … Helgi komst óslasaður frá helginni og ferðalaginu suður að Ási, verður þetta að teljast mikið afrek … en rétt að geta þess að ég passaði vel upp á hann í þetta skiptið … munar öllu að hafa ábyrgan og tjónlítinn mann með í svona ferðalögum.

Fórum frá Osló í gær og suður að Ási, tókum við lestina og erum við orðnir það vel að okkur í þessu samgöngukerfi Norðmanna að ég treysti mér orðið að ferðast um allan Noreg með lokuð augun … en sennilega myndi maður lítið njóta þess!!! …. annars er kannski í lagi að ferðast um Noreg með lokuð augun … því það útsýni sem maður hefur úr þessum lestum …. er yfirleitt næsta tré, tek það fyrir síðar.

Nú við komum í Ás og röltum heim til Ragnars Finns og Hrafnhildar … það gerðum við líka næstum blindandi … farnir að rata alveg ótrúlegustu leiðir!!! Var matarundirbúningur í fullum gangi og einhentum við okkur í matargerðina með fólkinu … kom síðan að borðhaldi og var maturinn alveg hreint unaðslega, dásamlega góður … já þvílík veisla. Vorum við níu manns sem gerðum þessari máltíð góð skil þarna næstu tímanna … heimafólkið Ragnar Finnur og Hrafnhildur, Lydía og börn, Sigga systir og Gunna, sem öll búa í Ási og svo við utanbæjarmennir Helgi og Vignir. Sátum við þarna eitthvað frameftir miðnætti við spjall og harmonikkuleik meistara Ragnars … ákváðum við Helgi svo að gista … því ekki var tekinn áhætta  með að hleypa Helga út í náttmyrkrið!!! Gistum við í stofunni hjá Ragnari og Hrafnhildi …náði ég að sofa nokkuð sæmilega þrátt fyrir háar hrotur í Helga, röltum síðan af stað í lestina nú í morgun eftir morgunmatinn hjá þeim skötuhjúum og komum til Osló rétt um hádegi. Er þessi dagur búinn að fara í lærdóm … eða aðallega undirbúning fyrir lærdóm!!! er að reyna safna saman upplýsingum í stórt verkefni sem við eigum að skila núna á föstudaginn.

Já ég minntist hér örlítið á trén áðan … hefur mér alltaf þótt tré mikið augnayndi … þykir það enn, en samt hallast ég að því að tré séu fallegri eftir því sem þau skera sig meira út úr landslaginu …standa kannski eitt og eitt saman og fá athygli þá hvert og eitt. Hér í Noregi finnst mér landslagið vera …. TRÉ!!! þið megið ekki misskilja mig … landslag hér er mjög fallegt … ef maður gæti notið þess að sjá yfir landslagið … en eins og ég segi … sér maður ekki landslagið fyrir trjám!!! ´”líka slæmt að sjá ekki skóginn, fyrir trjám!” Finnst mér að grisja megi dálítið mikið af þessu … eins og meðfram vegum … til að ég og fleiri geti notið þess að sjá fallega náttúru Noregs.

Það er ekkert lát á göngugleði félaganna hér í Osló … bara gengið og gengið og gengið og gengið … eins og ég hef lýst hér áður eru fokin eitthvað um sjö kg.af kallinum síðustu 37 daga. Var ég farinn að hafa áhyggjur að ná ekki að fylla út í buxurnar mínar …þær hafa rétt hangið uppi …er nú samt svo heppinn að vöðvar á kálfum, lærum og rassi eru orðnir svo “gífurlegir” að buxurnar hanga upp á þeim!!! Var ég mikið farinn að huga að þjálfun efri parts líkamans … datt í hug að sniðugt gæti verið að labba á höndum nokkrar vel valdar leiðir í skólann!!! nú er sá draumur úti, þar sem að vöðvamassinn á löppunum er orðinn slíkur að erfitt yrði að halda jafnvægi… verð ég því að finna aðrar leiðir og er enn að leita að þeim aðferðum sem henta mér og verður það erfið og tímafrek leit!!!

Öll þessi ganga hefur einnig skapað annað vandamál og er það skóslit … er ég búinn að slíta skóbúnaði mínum allverulega …stefnir það í ófremdarástand því verðlag á áfengi og tóbaki hér í Noregi gerir það að verkum …. að ég hef ekki efni á skóm!!!

Nú um helgina ætlaði ég einnig að setja inn myndir af skólanum … verður það að bíða betri stundar … tók myndavélina með mér í skólann á föstudaginn … er myndasmiðurinn byrjaði að smella af …lenti hann í sama vandamáli og kollegi hans nokkrum dögum fyrr …vélin var straumlaus!!!

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

3 ummæli

 1. Ummæli eftir Guðlaug:

  Þú gætir að klifrað upp í næsta tré ef þú villist. Gott að heyra að allt “gengur” vel ;-)

  kv, Guðlaug

  21. september 2008 kl. 22.19
 2. Ummæli eftir jonag:

  Já að klifra í trjám þjálfar jú mikið efri hluta líkamans :)
  Kveðja úr sveitinni þar sem veðrið er að skána og fjárrag stendur sem hæst.

  22. september 2008 kl. 13.02
 3. Ummæli eftir jonag:

  Já að klifra í trjám þjálfar mikið efri hluta líkamans.:)
  Kveðja úr sveitinni þar sem allt er á fullu í fjárragi.

  22. september 2008 kl. 13.10