[ Valmynd ]

Brattabrekka..

Birt 18. september 2008

Lífið er stundum brekka ….stundum líka Brattabrekka …. núna er það líka aðallega Brattabrekka ….. helv…. ands….djö… fór í stórþvott hér í fyrradag …. gékk það bara vel, allavega skrúfaði ég frá vatninu … passa það ætíð eftir að ég kveikti í þvottavélinni hjá foreldrum mínum er ég var unglingur ….gleymdi þá að skrúfa frá vatninu!!!

Nei núna var það þurrkarinn …. búinn að monta mig mikið af þessum þurrkara ….setti ég allan stórþvottinn í þurrkarann og beið í tvo tíma … dreif þvottinn úr þurrkaranum … þetta var eitthvað skrýtið!!! Stórþvotturinn allur rennandi blautur ….djö …. þarf ég nú að fara að kalla á viðgerðarmenn til að athuga vélina … jæja, hugsaði ég, kíki bara á hana á eftir og athuga hvort ekki sé hægt að “massa” þennan þurrkara aðeins!!!

Fór ég nú með rennandi blautann þvottinn og hengdi á litlu fínu, Rúmfatalagers snúruna mína … hún er frekar smá greyið og óttaðist mikið að hún þyldi ekki þetta álag… svignaði ansi mikið. Kláraði ég að hengja á snúruna og fór að kíkja á þurrkarann …. fór nú nokkur stund í að athuga hvernig best væri að rífa hana í sundur …fann ég síðan bestu leiðina til að rífa hana …. fór nú að leita að verkfærum hér á heimilinu … nei akkúrat, engin verkfæri.

Kannski sem betur fer … því er ég var að blóta verkfæraleysinu …. komst ég að biluninni í þurrkaranum …. jú, ég hafði gleymt að kveikja á helv … þurrkaranum!!!! Ekki skrýtið þó þvotturinn væri rennandi blautur …. leyfði ég honum að hanga hér á snúrunni í fyrrinótt og henti síðan snúrunni út á svalir er ég fór í skólann … kom heim og ætlaði að ganga frá þvottinum … já, nei nei, þvotturinn rennandi blautur … er ég búinn að hafa hann hérna á snúrinni í 2 sólarhringa og hann er enn blautur. Fór ég að taka af snúrunni og setja á báða ofnanna í íbúðinni … neeeiiii … þá get ég ekki kveikt á þessum helv…. djöf … ofnum, þarf ekki að vera einhver gestaþraut í gangi til að kveikja á 2 ræfilsofnum í íbúðinni.

Ég hef enga þolinmæði til að bíða í 3-4 sólarhringa eftir að þvottur þorni …. ekki heldur þolinmæði til að finna út úr ræsingu á þessum ofnum …. allra verst þykir mér að þurfa jafnvel að taka þvottinn …. sem ég er búinn að setja í þurrkarann …. taka úr þurrkaranum, hengja upp á snúru …. taka niður af snúrum …. setja á ofn, þurfa þá að taka sama þvottinn … taka hann af ofnunum og setja aftur í þurrkarann … já, nei núna segi ég stopp …. það bara hvarflar ekki að mér!!!

Núna veit ég að einhverjir segja að óþolinmæði mín og fljótfærni eigi einhvern smá þátt í þessu … en, ég neita því algjörlega … hér í Noregi eru margar sönnur fyrir því að þessum tækjum er ekki sérstaklega vel við mig … ég hef ekkert gert þeim, ber mikla virðingu fyrir þeim og skil því ekki þessa vonsku þeirra í minn garð.

Já, skólinn var bara fínn í dag …. erum í tveggja manna hópverkefnum …. bara fínt, en félagi minn mætti ekki!!! Hann er frá Bergen og er örugglega að horfa á Brann keppa við Deportivo í Evrópukeppninni í fótbolta. Já, já, gaman að vera einn í hópverkefni!!!

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

6 ummæli

 1. Ummæli eftir kata:

  hvaða hvaða ástarengillinn minn. Það er ekkert grín að vera með heimili !!! Hvað þá að hugsa um einn hahahaha. Þarf ég ekki bara að fara að koma og hugsa um þig??????
  kv
  Kata

  18. september 2008 kl. 19.10
 2. Ummæli eftir ester:

  er ekki bara svona on/off takki á þurrkaranum? ég bara spyr… HAHA;)

  18. september 2008 kl. 20.12
 3. Ummæli eftir Inga:

  Snillingur!

  18. september 2008 kl. 21.41
 4. Ummæli eftir jonag:

  Já Vignir þetta er ekkert grín að þurfa að gera “allt”
  Þú átt greinileg góða konu sem hugsar vel um þig. (og þína)
  Kveðja úr sveitinni.

  19. september 2008 kl. 0.30
 5. Ummæli eftir alma:

  Ha ha ha það er ekki slæmt að byrja daginn á því að lesa vitleysiuna frá þér Vignir minn verst að fólkið í vinnunni er ekki alveg að skilja hvað er svona fyndið hjá þessari nýju eiginlega svona árla dags.

  19. september 2008 kl. 9.00
 6. Ummæli eftir Sigrún:

  Heyrðu ath hvort þú finnir ekki “sjálfsala” hjá ofninum, þegar ég leigði í uk þá þurfti ég alltaf að setja 10p í þetta apparat til þess að fá hita hjá mér,, þurfti meira að segja að setja klink til þess að komast í sturtu,,,, hehe neinei örugglega ekki svona hjá þér en finnst þetta mjög skondið og minnir mig á þegar ég var úti og klinkið var búið og ég gat ekki eldað eða komist í sturtu :O

  19. september 2008 kl. 12.05