[ Valmynd ]

Nú er frekar illt í efni !!!

Birt 17. september 2008

Húsráðendur hér hafa mörg undanfarin ár lagt metnað sinn í 3 plöntur sem hér eru…..lofaði ég þeim fallega að hugsa vel um þær meðan ég leigði íbúðina þeirra. Er ég nú búinn að vera hér í 15 daga…..og eru plönturnar eitthvað mikið farnar að visna!!!…..er ekki alveg að skilja í þessu!!! Þau vökvuðu blómin áður en þau fóru…. og var ég búinn að merkja inn á dagatalið hjá mér að vökva þær aftur þann 2.október. Nú er ég að spá í hvort það þurfi kannski að vökva þau oftar???….líst ekki alveg á þetta ástand…. er til eitthvað Heilsuhæli fyrir svona plöntur???…eða jafnvel Gjörgæsludeild??? finnst þetta voðalega leiðinlegt…. því ég var nú búinn að merkja næstu vökvun svo samviskusamlega inn á dagatalið.

Annað sem er að valda mér vandræðum og það eru eldhúspottarnir….já og leirtauið……..með íbúðinni fylgdi þessi stóra og fína uppþvottavél ….svakaleg græja. Eins og fyrr segir er ég búinn að vera hér í 15 daga og er búinn að bíða spenntur eftir að vélin fylltist og ég gæti ræst þetta verkfæri. Er ástandið búið að vera frekar slæmt núna undanfarið…. mjög farið að skorta glös hérna hjá mér….hef ég þurft að grípa til þess ráðs að skera í sundur 1/2 líters kókflöskur til að hafa eitthvað ílát til að drekka úr. Verra var það með pottanna og pönnurnar…. er ég búinn að vera í miklum vandræðum með að elda mér mat svona áhaldalaus…..hef ég þurft að notast við hina og þessa bakka og hafa margir þeirra ekki haft gott af því hlutverki!!!

Kom loks að því í morgun…. eftir að ég var búinn að borða “corn-flakes-ið” mitt úr kristallskálinni af stofuborðinu, að blessuð uppþvottavélin fylltist, gat ég nú loks sett hana af stað…. ræsti gripinn, jú mikil ósköp falleg hljóð úr þessari elsku… setti hana á ”túrbó” kerfi og hélt af stað í skólann. Kom ég svo heim seinni partinn…. já hún var greinilega búinn… opnaði ég vélina og byrja að raða inn í skápa…..mikið ánægður að geta loks notað margt af því sem í henni var. En er kom að hlutunum sem ég hafði sett fyrst inn í vélina nú í byrjun september….var ég nú ekki ánægður með…..þennan blessaða “túrbó” þvott hjá blessaðri uppþvottavélinni….andskotinn….þetta var bara allt meira og minna fast, sérstaklega voru pottarnir illa þvegnir hjá þessari elsku!!!!

Er ég nú búinn að vera með stálull síðan ég kom heim og þrífa það sem vélin átti að þrífa…. gékk mér vel að þrífa diskanna, glerglösin og kristalinn með stálullinni….en það er verra með blessaða pottanna, ég bara næ þessu engan veginn úr þeim….er ég búinn að hamast með stálullinni alveg sveittur….og er bara alveg við það að gefast upp. Er ég jafnvel að spá í að rölta hér út á horn í götunni minni á morgun….þar er rekið bílaverkstæði og athuga hvort ég nái þessu ekki úr pottunum með slípirokk!!! Annars veit ég ekkert hvað á til bragðs að taka!!!

Ég var að fárast hér í gær yfir flugfargjöldum milli Osló og Keflavíkur….Helgi fór á netið áðan að forvitnast hver gjöldin væru….já það var ágætt að við greiddum þetta í gær…. því það hækkaði um 10.000 kr. í dag….örugglega bara alveg óvart. Nú þarna spöruðum við okkur 10.000 kr. loksins er eitthvað okkur í hag….en ætli þessi upphæð fari ekki bara í kaup….. á blómum ….. og pottum!!!

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

Ein ummæli

  1. Ummæli eftir jonag:

    OMG þú ert alveg milljón ……:)
    Kveðja úr sveitinni.

    17. september 2008 kl. 21.23