[ Valmynd ]

Smásögur 1.bindi

Birt 16. september 2008

Efnisyfirlit

Helgaflug

Flugverð

Harmagrátur

Sagan um Helga

Heyrt á faraldsfæti

Sex… 

Helgaflug… 

Já hann Helgi, nei, ég ætla að geyma söguna af honum þangað til í seinni hluta þessa smásagnasafns sem hér lítur dagsins ljóss.  

En eins og ég hef sagt frá í pistlum hér á undan erum við að fara í skólaferðalag til Þýskalands í byrjun október, fáum við nokkurra daga frí í skólanum fyrir þessa ferð og ætlum  þess vegna að nota tækifærið og fara í frí til Íslands. 

Þar sem Helgi á heima á Dalvík er örlítið lengra fyrir hann að fara og var hann að ganga frá pöntunum á flugfarseðlum sínum. Hehehe, já aumingja kallinn, það eru sem sagt flugleiðirnar; 

Osló-Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn-Keflavík

Reykjavík-Akureyri

Akureyri-Reykjavík

Keflavík-Osló

Osló-Dusseldorf

Dusseldorf-Osló 

Já, já, hann Helgi verður búinn að fljúga vítt og breitt um Evrópu þegar yfir lýkur, bað ég hann að taka saman flugtíma og mílur á þessum flugleiðum…og bað hann ennfremur að passa yfirvinnukvótann…því flugmenn og flugliðar mega ekki fljúga nema takmarkað í  hverjum mánuði…en þetta ætlar Helgi að gera á tíu dögum!!!  

Nei hann nær sennilega ekki þessum kvóta…en Helgi kemur allavega í veg fyrir tímabundna kreppu í flugrekstri flugfélaga í Evrópu!!! Já, það er gott fyrir flugfélög í Evrópu að búa að námsmanni eins og Helga hér í Osló. 

Flugverð 

Svo maður tjái sig kannski aðeins um verð á flugfari til og frá Íslandi…þá finnst mér margt einkennilegt í þeim efnum.  Þegar verið er að skoða fargjaldið Keflavík-Osló…er einn dagur á 17.000…einhver annar á 34.000…þriðji kannski á 63.000 og virðist það ekki skipta máli hvaða daga verið er að ræða. Þó að eldsneytisverð sé, já, svona upp á niður á heimsmarkaði og þá aðalleg upp…hef ég ekki séð svo miklar hræringar eins og hér er um að ræða. Veit ég að áhafnir þessara véla fá ekki hærra kaup á miðvikudögum, en á fimmtudögum..en, hvað er það þá?…já, það er margt skrýtið í henni veröld. Mér hefur fundist þessi verðtaxti aðallega gerður til að pína…tekjulitla námsmenn hér í Noregi, maður prófar að bíða og sjá…æ, þetta hlýtur að lækka…nei, nei, það bara hækkar…alveg þangað til maður er hættur við, þá bara snarlækkar það.  Kannski liður í að halda manni fyrir utan landsteinanna!!! 

Harmagrátur  Best að halda bara áfram að skæla víst byrjað er á því…er bresta flóðgáttir…er erfitt um vik að stífla farveginn!!! “””””””””””  Verðlagið hér í Noregi er bara ágætt…já, eða þannig…ok, svipað og á Íslandi…sem, sagt ekki ágætt…en verðið er mjög svipað og gengur og gerist á Íslandi…ef margfaldað væri með 10…ég endurtek…margfaldað með 10. 

En blessuð helv….djö…okkar yndislega króna er svo lág að hér þarf að margfalda allt með 16…endurtek það einnig…margfaldað með 16.  Ég ætla ekki að tjá mig um kosti og galla íslensku krónunnar…né þá fjármálasnillinga sem valdið hafa lausafjárkreppu í heimi þessum eða á Íslandi…en þetta er harla undarlegt ástand. 

Námsmenn í Noregi eru brjálaðir yfir því að fá aðeins 80.000 norskar krónur fyrir einstakling…yfir einn námsvetur og segja engan geta lifað á slíkum skítapeningum. 

Hvað er það á íslandi?… nú það eru 900.000 ísl.kr 

Norskur námsmaður í Noregi 80.000 nkr * 16 =1.280.000,-

Íslenskur námsmaður í Noregi 900.000 iskr / 1.6 =  562.500,-  Hvaða réttlæti er hér í gangi…sé það ekki, en við fáum víst greitt miðað við ákveðinn gjaldmiðil og miðað við áramót…nú ligg ég á bæn og bið um að íslenska krónan verði sem lægst um áramótin…nei, þetta er ekkert vit.  Ég vil íslensku krónunni vel…..flottir kallar á þessum seðlum…….um mann fer mikið ættjarðarstolt og mikill söknuður, í hvert skipti………. er maður neyðist til að láta einhvern þeirra af hendi….sem er ekki mjög óalgengt!!!!

Nokkur dæmi um verðlagið; 

1 líter mjólk 12.60 * 16 = 201.60 ískr.

1 heilhveitibrauð 27.90 * 16 = 446.40 ískr. 1 bjór í búð 22.60 * 16 = 361.60 ískr. * 6 = 2.170 ískr. Kippan af 4.5% bjór (lítið verslað)!!! ½ líter kók 11.90 * 16 = 190.40 ískr.1 ½ líter kók 16.90 * 16 = 270.40 ískr. Bjór á veitingahúsi 60 * 16 = 960 ískr. (ath. Aðeins 0,4 L). 

Jæja nú ætla ég að reyna að þurrka tárin…er nú á öðru handklæðinu og þess vegna best að hætta…verð að eiga þurrt handklæði fyrir sturtuna á eftir!!! 

Sagan um Helga 

Ég var nú heppinn að láta þessa sögu ekki frá mér í gær… ég græddi nefnilega nokkuð á þvi að segja ekki frá henni!!!  

Helgi kom til mín í dag og spurði hvað ég vildi fá fyrir þagnarbindindi!!!.  

Hehehehe…nú, hann gaf mér að borða í hádeginu…og ætli það verði ekki bara þannig héðan í frá…ef ekki, þá….að sjálfsögðu birti ég söguna!!! +

Heyrt á faraldsfæti… 

Á salernisaðstöðu á fínum veitingastað standa, viðskiptafræðingur, lögfræðingur og bóndi hlið við hlið og eru að nota pissuskálarnar. 

Viðskiptafræðingurinn klárar, rennir upp og byrjar að þvo sér, eða hann bókstaflega er að skrúppa á sér hendurnar… upp fyrir olnboga. Notaði hann síðan um 20 bréf til að þurrka sér.

Hann snýr sér að hinum tveimur og segir; “Ég gékk í Harvard og þar var okkur kennt hreinlæti” Lögfræðingurinn kláraði og bleytti fingurgóma sína, greip eitt bréf og sagði; “Ég lærði í Princeton og þar var okkur kennt að vera umhverfisvænir”. 

Bóndinn renndi upp og á leiðinni út sagði hann; “Ég lærði á Hvanneyri og þar var okkur kennt að míga ekki á hendurnar á okkur”!!!! 

Já, við lærum ýmislegt á Hvanneyri!!!  

  

Sex…nei, nei, ég meina sjötta smásagan 

Nei og aftur nei, nú tel ég gott komið á þessum degi…ég legg ekki meira á ykkur sem nennið að lesa þetta.   Ætlaði að segja ykkur sögur af hættum mínum í umferðinni…… ég á það til að ganga hér í Osló….eins og ég sé staddur á Hvanneyri.  Þá einhvern veginn útiloka ég alla umferð….margt að skoða….og verð þess vegna ekkert var við þessa umferð….fyrr en hún er alveg að lenda á mér!!!!  

En þar sem ég þurfti að skæla svo mikið yfir hinni elskulegu íslensku krónu…. er þetta orðið alltof langt fyrir fólk sem hefur venjulegum skyldum að gegna og kemur hitt bara síðar. 

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir Helgi:

  Ég ætti kannski að skrá mig í flugskóla og fara að safna flugtímum, hahahahah. Meiri vitleysan sem þú dregur mann í hérna í Osló. Ég vona að þetta nám skili einhverjum arði þegar það er búið!
  En kæru lesendur hans Vignis (Aldís o.fl) það er fínt að vera hérna. Bjórverðið sem hann gefur upp er miðað við að kaupa hann á dýrstu stöðum, haha. Þetta kennir manni líka að forgangsraða, maður þarf ekki kók eða mjólk :) Kjötið og kjúlli eru á ágætisverði.

  16. september 2008 kl. 20.26
 2. Ummæli eftir jonag:

  You make my day.
  Ég ætla að voga mér að verða fastagestur hér á blogginu þínu (er svo gott að kíkja hingað og hlæja)
  Ætla að fá að nappa Hvanneyrarbrandaranum (bara góður)
  Kveðja úr sveitinni þar sem nú rignir feitt enda gönur um næstu helgi (rignir alltaf fyrir réttir sko)

  16. september 2008 kl. 21.29