[ Valmynd ]

Grafarþögn!!!

Birt 15. september 2008

Jæja, ég ætlaði svo sem að rita hér færslu á hverjum degi…en vegna mikils tímaleysis hjá mér í dag, verður það að bíða þangað til á morgun. Þá ætla ég að segja ykkur alveg mergjaða sögu af honum Helga…!!!

Frétti af fúlu fólki sem var að reyna að skrifa í gestabókina…Það var víst eitthvað bras með hana…eitthvað læst og eitthvað vesen…en auðvitað var það allt með ásetningi gert…að sjálfsögðu!!!… nei ef ég segi bara satt og rétt frá þá kann ég ekkert á þetta kerfi…eða, alla vega afskaplega lítið…þyrfti að ráða mér kerfisstjóra til að koma í veg fyrir svona hnökra.

Fiktaði samt eitthvað í þessu og hver veit nema ég hafi slysast í rétta aðgerð…þið megið alla vega prófa!!!

Ef ekki þá er lykilorðið; YLOOIKL8iKLJKJHH87KLJH98787557KIIHKJHKJGGT08776856BJKJGHKBNKJ.

Nei, ég held að það sé ekkert lykilorð!!!

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.