[ Valmynd ]

Gífurleg uppgötvun…!

Birt 14. september 2008

Oft hef ég haft mikið að gera um ævina og hef gert margar tilraunir til að lengja sólarhringin, það hefur ekkert gengið í þeim tilraunum hingað til.

Var ég alltaf að rembast við að sofa hraðar…en ekkert gékk… en nú er lausnin komin!!! nú er ég búinn að lengja sólarhringinn úr 24 tímum í 26 tíma og finnst mér það mikill munur.

Lausnin var mjög einföld og hugsa ég mikið þessa stundina, hversu einfaldur ég var að átta mig ekki á þessu fyrr…hef ég hér tvær klukkur…önnur er stillt á íslenskan tíma og hin klukkan er stillt á norskan tíma.

Þar sem norska klukkan er tveimur tímum á undan…fer ég að sofa samkvæmt íslensku klukkunni….og vakna svo við norsku klukkuna…þannig tókst mér að lengja sólarhringin í 26 tíma!!!

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir jonag:

  Djöfull ertu sniðugur.
  Hahahahaah….. þetta er magnað sko. Geri aðrir betur.
  Kveðja úr sveitinni.

  14. september 2008 kl. 10.32
 2. Ummæli eftir Sigrún:

  Jeijjj vissi ekki að þú værir byrjaður að blogga :D Gaman að fá að fylgjast með ykkur þarna úti. Hjá okkur er allt gott að frétta erum orðin svakalega spennt í fæðingu litlu, ekki nema 10 vikur eftir :)

  Knús og kossar :*

  14. september 2008 kl. 16.42