[ Valmynd ]

Á tveimur jafnstuttum…

Birt 14. september 2008

  

Eins og þeir vita sem lesið hafa bullið hér á undan…þá förum við Helgi flestra okkar ferða hér í Osló fótgangandi. Það er allt bara gott og blessað og efast ég ekki um að maður hafi gott af því að hreyfa sig aðeins, gangan í skólann eru rúmir 4 km og ef við göngum þetta fram og til baka eru þetta um 8,5 km. Er nú líka alltaf eitthvað um aðrar reddingar og eru þær einnig teknar á tveimur jafnfljótum… það hefur samt komið fyrir í eitt og eitt skipti í rigningum að við höfum tekið hér sporvagninn, en það er ekki oft.Telst mér til að meðaltalið hjá mér sé um 10 km. á dag síðan ég kom…veit að það er eitthvað minna hjá Helga!!! Heehehehe.En þar sem við erum búnir að vera hérna í 29 daga (því ég hreyfði mig ekkert í dag, fór ekki einu sinni út, eða úr náttfötunum!!!) miðað við 10 km. á dag og 29 daga vist í Osló eru komnir 290 km.Minnir mig að það séu 86 km. frá Hvanneyri og í Staðarskála…frá Staðarskála og á Blönduós eru að mig minnir 87 km…..frá Blönduósi og í Varmahlíð þá kannski 48 km…. þetta gerir samtals 221 km.Úr Varmahlíð og til Akureyrar eru minnir mig tæpir 90 km….. miðað við þessa dagleið er ég kominn eitthvað niður í Öxnadalinn…já að öllum líkindum alveg niður í Hörgárdal…sennilega við Skóga að komast að Þelamörk.Þá ætti ég að komast í Sjallann á Akureyri einhvern tímann á þriðjudagskvöldið… en, þá er sennilegt og öruggt að ekkert er um að vera þar!!!

Lokað fyrir ummæli.

7 ummæli

 1. Ummæli eftir Helgi Einarsson:

  Ég er í pásu í Varmahlíð, það fer vel um mig þar. Ætli ég verði ekki kominn á Dalvík um leið og ég verð komin þangað í alvörunni eftir tæplega 2 vikur (ef guð lofar).

  14. september 2008 kl. 18.56
 2. Ummæli eftir jonag:

  Hvað er þetta maður og þú stoppaðir ekki í kaffi hjá mér ????? “!
  Er nú bara við legusárið á Brú.
  Bráðskemmtilegar pælingar :)
  KVeðja úr sveitinni.

  14. september 2008 kl. 22.33
 3. Ummæli eftir Sigga systir:

  Já merkilegt hvað maður lætur sig hafa að labba og hjóla hér og þó nennti maður ekki einu sinni að labba á barinn á Hvanneyri sem er þó ekki mjög langt í burtu…

  15. september 2008 kl. 12.31
 4. Ummæli eftir Tóti:

  Þú hefur of mikinn extratíma………

  15. september 2008 kl. 14.59
 5. Ummæli eftir Ester:

  sammála síðasta ræðumanni;)

  16. september 2008 kl. 0.53
 6. Ummæli eftir Ragna:

  Flott hjá þér. Ekki bjóst ég við þessu af þér. Hefur þú ekki rýrnað heil ósköp á öll öllu þessu labbi?

  16. september 2008 kl. 18.14
 7. Ummæli eftir kata:

  Bara að prófa að skrifa í gestabókina. og reyna lykilorðið!!!!!!!!!!!!

  16. september 2008 kl. 18.35