[ Valmynd ]

Laugardagur til lukku.

Birt 13. september 2008

Mikilvægar ákvarðanir í lífinu

Núna í morgun tók ég tvær mikilvægar ákvarðanir á mínu lífi…hef ég undanfarið verið alvarlega að spá í að hætta að reykja. Er ég vaknið í morgun tók ég fyrri ákvörðun dagsins…sú ákvörðun hljóðaði upp á hætta endanlega allri tóbaksnotkun. Klukkutíma síðar tók ég seinni mikilvægu ákvörðun dagsins og er sú ákvörðun óhagganleg allt til loka þessa dags, en það er að sú ákvörðun að falla frá þeirri fyrri!!!

Hef alltaf sagt og stend við það, það er ekkert mál að hætta að reykja….það er bara svo mikið erfiðara að byrja ekki aftur!!!

Helgi Fórnfúsi

Í gærkvöldi fórum við Helgi á grillkvöld hjá FÍSN, félagi íslenskra námsmann hér í Noregi, grillið var haldið í Guðrúnarstofu, sem er samkomusalur félagsins. Þar grilluðum við Helgi miklar stórsteikur og drukkum með góðan mjöð með herlegheitunum. Segi bara hreint út og alveg eins og er að ég hef oft verið hressari við fótrisu en núna í morgun!!!

Er borðhaldi var lokið var farið í val á nýrri stjórn félagsins….já, Helgi gaf kost á sér í gjaldkerastöðuna og er Helgi frá og með deginum í dag Aðalfjárhirðir FÍSN…hahahaha…hahahaha.

Ég veit að Helgi á eftir að standa sig með miklum sóma í þessar ábyrgðarstöðu eins og endranær og vil óska honum til hamingju með þetta og óska honum velfarnaðar í starfi….en hér eftir ætla ég að kalla Helga…Hr.Jóakim Aðalönd!!!

Þarna hittum við káta Íslendinga og sátum við með þeim, þessa góðu kvöldstund eitthvað framyfir miðnætti….eða, já sennilega eitthvað rúmlega eitthvað framyfir miðnætti.

Eftir stjórnarkjör var tekið í spil og spilað actonary….spiluðu strákar á móti stelpum….að sjálfsögðu munaði engu að við strákarnir ynnum þetta….en stelpurnar unnu!!!

Heppnin mikla

Já ég var ekki neitt smáheppinn í gær. Ég var eittthvað að róta hérna í skápunum og haldið að ég hafi ekki fundið hárblásara….já, loksins, loksins segi ég….þetta er búið að vera þvílíka hörmungin og brasið að blása á sér hárið hérna út í henni Osló!!! Hef ég alltaf þurft að vakna hér hálftíma fyrr á morgnanna vegna þessa ástands…hef ég þá byrjað á að kveikja á bakarofninum….stillt á blástur….tekið síðan morgunsturtuna og hefur ofninn þá verið orðin sæmilega heitur að sturtu lokinni.

Hef ég síðan þurft að liggja á hnjánum á köldu eldhúsgólfinu….með hausinn á kafi inn í helv….ofninum….stundum rekið mig í og….sviðið á mér hárið…en allt er hey í harðindum, eins og gamla konan sagði!

Hefur þessi blástursaðferð tekið alveg frá 20 mínútum og upp í 30 mínútur á hverjum morgni… hef ég þess vegna verið mjög slæmur í hnjánum núna undanfarið…en guði sé lof, þá er þessi hárblásari kominn í leitirnar og fer ég þá vonandi að skána í hnjánum og hætta að missa hárið vegna sviða!!!

Man nú reyndar aldrei eftir því að hafa blásið á mér hárið…fer varla að taka upp á því núna! þannig að takið ekki mark á þessu bulli mínu…en, hér er þó hárblásari.

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir jonag:

  OMG Vignir !
  Hhahahahahahha…….. þú ert einn besti penni sem ég hef lesið. (og hef nú lesið nokkur bloggin sko)
  En ég er hreinlega búin að grenja af hlátri yfir blogginu þínu. Vissi nú alltaf að þú værir með findnari mönnum á Fróni en hjálpi mér sko. Þú ert æði.
  Kveðja úr sveitinni Norðan heiða.
  Jóna Gunnarsdóttir
  www.melafruin.blogcentral.is
  P.s. rakst á þig inn á Fésbókinn hjá Gullu.

  13. september 2008 kl. 23.37
 2. Ummæli eftir Ingi Þór:

  Bíddu halló halló, var ekki sæst á jafntefli í spilinu??? Mig minnir það og held að ég ætti nú að muna það miðað við prósentumagn!
  Kær kveðja

  15. september 2008 kl. 13.55