[ Valmynd ]

Auglýsi hér með eftir….

Birt 12. september 2008

Ég óska eftir……Já, ég óska eftir lítið notuðum minniskubb……þá er ég ekki að meina minniskubb fyrir tölvur….heldur er ég að óska etir minniskubb við heilann á mér!¨Ef einhver hefur slíkt eintak, helst lítið eða ekkert notað…óskar undirritaður að komast i samband við einkasöluaðila á góðu vörumerki í þessari vörutegund. Mætti vera í nokkurri eða jafnvel mikilli þjálfun við að muna eftir einstökum hlutum.Nei, málið er að komið hefur fyrir mig hér í Osló að gleyma alveg ótrúlegustu, einföldustu og ekki síður mikilvægum hlutum. Í þessu námi er myndavél eitt allra nauðsynlegasta tæki sem við þurfum að nota í vettfangsferðum….jú ég gleymdi myndavélinni á Íslandi….vegna mjög mikilvægra vettfangsferðar sem við fórum í núna í dag, þurfti ég að sjálfsögðu myndavél. Ekki eru myndavélar ódýrar hér úti og bað ég Kötu að skutla til mín myndavél í pósti…þar sem hún er í fullri vinnu átti hún erfitt með að koma þessu á pósthús í Borgarnesi á opnunartíma. Þetta tókst hjá henni með miklu brasi og þar sem ég var ekki kominn með fast aðsetur hér úti, sendi hún þetta á heimilsfangið Kidda í Lilleström. Mikið er að gera hjá Kidda og er kallinn ný kominn úr aðgerð og keyrði hingað langa leið til Osló á einni löpp með myndavélina mína. Ekki lítið haft fyrir einni ræfilsmyndavél!!!

Jæja, kom að því að vettfangsferðin hæfist…vaknaði snemma í morgun…smurði mér nesti, setti nestið í töskuna…já og vatnið mitt líka. Rölti í skólann og upp í rútu, fór hún af stað stundvíslega kl.09.00 og lá leiðin í Groruddalinn okkar góða. Komum við í Groruddalinn…allir byrja að mynda og gríp ég töskuna mína….opna töskuna mína…glósubókin á sínum stað…vatnið fór ekki fram hjá manni….og ekki heldur blessað brauðið sem ég hafði smurt um morgunin…en, ég varð að leita að myndavélinni minni….hvar er myndavélin….djöfullinn sjálfur….hvar er helvítis myndavélin!!! Nú myndavélin var heima…hafði ég ekki gleymt blessaðri…helv….djö….myndavélinni heima…hvernig er þetta hægt!!!

Hehehehe byrjaði Helgi og sagði “fyrirgefðu Vignir, en má ég hlæja”……nei, auðvitað mátti hann ekki hlæja, en hann hló og hann hló………..jæja ég fyrirgef honum þetta fúslega………því einhvern tímann hef ég hlegið að honum.

Nú elskulegur skólabróðir minn og vinur bauðst til að taka myndir fyrir okkur báða, þetta væri ekkert mál…síðan fór hann nú að spá í hvort ekki væri rétt að taka eitthvað gjald fyrir svo mikla vinnu sem þessi blessaða myndataka hans var. Fór hann nú að spá í hvort væri rétt að taka…tja, kannski 50 aura…eða, jafnvel 5 krónur……..já,já ekki smá munur á gjöldum í þessu tilfelli. Jæja, en hann var bara hundleiðinlegur við mig!!! hehehe, nei nei, en hann tók og tók myndir fyrir okkur báða…….mjög góðar myndir, alveg örugglega. Um hádegi fer Helgi að fikta eitthvað í myndavélinni……..nú, nú og já, já…..hann eyddi öllum myndunum sem hann var búinn að taka um morgunin…….nú segi ég;…..”hvernig er þetta hægt”…maður í miklu ábyrgðarhlutverki og hann eyðir myndunum okkar beggja!     Djö…en, jæja við röltum nú sömu leið til baka og gat hann þá aðeins bætt fyrir misgjörðir sínar…….ég er ekki búinn að fá myndir frá honum enn og er……..já, hræddur um að verðið á myndunum sé enn að hækka! En ég var svo óskaplega lánsamur að þurfa ekki að kaupa af honum……mjög svo margar myndir……því myndavélin hans Helga….varð straumlaus eftir hádegið,hahahahahahahahahahha.

Já, já og svei mér þá, kom ég hér heim þreyttur eftir ferðalagið í dag…leit illum augum á þessa myndavél…að hún skyldi leyfa sér það að vera heima um hábjargræðistímann…tók upp úr töskunni minni…og hvað….jú, ég gleymdi að borða nestið mitt!!! Greinilega áhugaverð ferð sem við fórum í núna í dag!!!

Núna erum við Helgi að spá í að bregða undir okkur betri fætinum…hitta íslenska námsmenn hér í Osló sem eru að grilla og skemmta sér í félagsheimili íslenskra námsmanna hér í Osló. Jafnvel að maður fái sér þá loksins í aðra, hvora tánna…aldrei að vita!!!????

Jæja læt þetta duga að sinni frá Osló, ætla að rita hér á morgun og um helgina…fleiri gleymskur mínar og fjalla svona vítt og breitt… og jafnvel almennt um dvölina í Osló, um Norðmenn og sitthvað fleira.

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.