[ Valmynd ]

Hamingjudagurinn 11.september

Birt 11. september 2008

Já í dag eru víst sjö ár síðan að hin miklu hryðjuverk gengu yfir Bandaríkin og breyttu þeirri heimsmynd sem þá var við líði…mikill hörmungardagur fyrir bandaríska þjóð…já og heiminn allan…miðað við það sem á eftir kom!!!

Hins vegar get ég sagt með góðri samvisku að 11.september er sennnilega minn mesti gleðidagur í lífinu…já það er alveg satt…ég bara vissi það ekki þá!!!.

Sá atburður gerðist 12.september er ég var rétt rúmlega eins árs…að móðir mín varð léttari…en, það hefði svo sem verið í lagi ef ég hefði eignast…………til dæmis þæga og góða systur!……nei,nei lagði hún ekki á mig……. og heiminn að fæða…tvíbura…já og það tvo drengi…vil ég að öllu jöfnu bera þetta saman við þessi grimmdarlegu hryðjuverk í Bandaríkjunum þann 11.september 2001!!!.

Þessu hryðjuverk foreldra minna……fóru bara einstaklega hljótt og gerðust á Íslandi……ég er viss um að þetta hefði orðið mikið fréttaefni……á stöðum eins og í USA. Væri þá 12.september…..sennilega oft borin saman við hörmungardaginn 11.september.

Oft hefur mér langað að upplifa… minn 11.september aftur, ef ég aðeins hefði vitað hversu mikill hamingjudagur hann reyndist mér …og bara hefði ég aðeins vitað hvað ég ætti eftir að ganga í gegnum með þessa tvo gríslinga.

Varð ég mjög fljótt að taka á mig mikið ábyrgðarhlutverk í uppeldi þessara drengja…því ekki var það á færi tveggja einstaklinga að hafa stjórn á þeim…var því rétt að þriðji aðili kæmi inn í þetta uppeldi.

Þarna rétt rúmlega eins árs…var ég farinn að kenna þeim hina og þessa hagnýtu hluti……já, einnig almenna mannasiði…. og hvað mætti ekki gera, gékk þetta allt saman mjög vel…en er þeir náðu sex ára aldri…. er eins og þeir hafi hreinlega…gleymt mínum áherslum í uppeldinu. Leið það þannig næstu árin…en er þeir fóru að ná þroska þessi grey…fannst mér eins og þeir hafi glöggvað sig betur á því sem ég hafði hamrað á við þá…á þessu mikilvæga skeiði lífs þeirra og hafa þeir bara komið ótrúlega til manns.

Vil ég þess vegna óska bræðrum mínum Halla og Óla til hamingju með afmæli þeirra á morgun 12.september

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.