[ Valmynd ]

Síðustu pylsurnar

Birt 10. september 2008

Jæja, þá er pulsupakkinn loksins búinn…síðasta veislan var núna í kvöld…amen! Það var full lítið eftir til að gera norska pulsusúpu, sem sagt pulsubitar og vatn…þar sem ég var orðin frekar svangur ákvað ég að gera tiltekt í ísskápnum og gera eina veislu úr öllu saman!!! Átti ég til hráa sveppi…tómata…soðin egg síðan í fyrradag…ítalskt salat…með miklu majonesi. Steikti ég sveppina og blessaða pulsubitana…skar tómatana niður í báta…brytjaði blessuð egginn með þessu öllu og helti ítalska salatinu yfir…átti síðan lítinn poka af flögum frá Maarud og muldi þær yfir herlegheitin.

Mikið assssskoti var þetta gott…eða allt þangað til sárasta hungrið var liðið hjá…þá fóru nú að renna á mig tvær grímur…þetta var nú bara eiginlega ekkert gott…tók nokkra bita í viðbót og komst þá að því að þetta var…BARA HELVÍTIS ÓGEÐ!!! Kallinn er enn með gæsahúð og grænar bólur eftir þessa reynslu…bíður nú milli vonar og ótta um hvaða viðbrögð líkaminn tekur eftir þessa miklu og óvæntu veislu og reynir að afla sér upplýsinga um hvort menn hafi almennt áður lifað af svona gjörning á líkamanum…þetta er kannski bara eftir allt saman síðasta kvöldmáltíðin!!!

KVÖLDVEISLAN…lenti öll í ruslinu…að vísu flæddi þetta allt upp úr ruslinu, ásamt fleiru sem í því var…þetta fleira…var orðið frekar myglað!!!…því ég er ekki enn búinn að finna ruslageymsluna…lyktin í íbúðinni orðin frekar slæm…eða bara hræðileg og get ég ekki með nokkru móti verið inn í henni nema nokkrar mínútur í einu og eyði ég nú mínum flestum stundum út á svölum á “dvalarheimili” mínu. Nei nú var ég að ýkja meira en aðeins…auðvitað er ég búinn að finna ruslageymsluna…var hún hérna í næstu blokk…er svo ánægður með sjálfan mig yfir að hafa fundið hana að nú fer ég út með ruslið mörgum sinnum á dag!!!

Þar sem ég reikna ekki með að kaupa fleiri svona stóra pulsupakka í vetur og er jafnvel orðinn efins um að ég kaupi yfirleitt pyslur í vetur…er ég nú að vinna hörðum höndum að því að finna næsta tilboð hjá RIMI versluninni hér sem gæti þá dugað mér næstu viku. Var ég að vona að þeir ættu stóran bjúgupakka hér á afslætti…þar sem ég hef aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af bjúgum…en yfirleitt þó borðað þær…var ég að vona að ég gæti upplifað bjúgur á sama hátt næstu viku eins og ég upplifði pulsurnar núna síðastliðna viku…og væri þá í framtíðinni ekkert að hafa fyrir því að pína þær ofan í mig.

Fann hérna þessar fínu nautalundir á tilboði…samt asskoti dýrar…en þær eru á tilboði!!! Jæja, ætli maður reyni þá ekki bara að pína þær ofan í sig næstu vikuna!!! 

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

Ein ummæli

  1. Ummæli eftir britta:

    HÆææjj… aahh gott að “heyra” smá Vignirs sögur hehe… svo huggulegt að fá að fylgjast með soldið :) Námið hjá ykkur hljómar nú soldið spennó… Sit hérna og hlusta á danskar fréttir til að æfa mig í að skilja hina innfæddu betur! Hvernig gengur með norskuna?

    10. september 2008 kl. 20.41