[ Valmynd ]

Margt að varast

Birt 9. september 2008

Já, Það er margt að varast út í hinum stóra heimi!!! Mér varð á er ég var að spara hér í síðustu viku að versla svo stóran pulsupakka að hann er búinn að duga mér alla vikuna…byrjaði á að taka úr honum og henda svo í frysti…þurfti svo nauðsynlega á honum að halda daginn eftir til að drýgja aðra eldamennsku og vildi ekki setja hann aftur í frost…jæja, en það er búið að prófa ýmislegt, soðnar heilar pulsur…að íslenskum hætti… soðnar pulsur með…með niðursoðnum baunum…steiktar heilar pulsur…með kartöflum…steiktar brytjaðar pulsur…með osti, skinku og salati og nú ætla ég að dekra við mig og elda…steiktar brytjaðar pulsur…með hrísgrjónum og bearneaise sósu…sýnist samt verða eftir í eina máltíð í viðbót…og þá er bara spurning að gera eins og Norðmenn…að brytja hana ofan í vatn…sjóða og telja sig vera að borða súpu…með pulsubitum…

…Svo er ég í fleiri og stærri vandræðum…ég bý hér í stórri blokk og fleiri og stærri blokkir í kring…ég er búinn að sjá fólk hér í næstu blokkum fara út með ruslið…og gat ekki betur séð en að það færi á einn ákveðin stað með ruslið í hverri blokk…

Kom hér mágkona íbúðareigandans með lykil að póstkassanum og spurði í leiðinni hvort hún ætti ekki að sýna mér hvert væri farið með ruslið…ég sagði henni að ég vissi nú allt um það…hún þyrfti ekki að sýna mér neitt í þeim efnum.

Fór ég síðan daginn eftir niður með ruslið og opnaði ruslageymsluna…en, hvaða, hvaða…þetta var hjólageymslan!!!…Stóð ég þarna eins og asni með ruslapokann inn í hjólageymslunni…djöfulinn átti ég að gera…ekki færi ég að fara með ruslapokann aftur upp í lyftunni…nei andskotinn…prófaði næstu hurð og lenti þá inn í stærstu bílageymslu sem ég hef á ævinni litið. Þessi bílakjallari var fleiri, fleiri þúsund fermetrar að stærð og ruslageymsla hvergi sjáanleg…helvíti og ég að verða alltof seinn í skólann…og hugsaði að einhvern veginn verði ég að redda þessu… ég færi ekki með ruslapokann með mér í skólann!!!

Ég þakka þeim hjá Kiwi verslunarkeðjunni kærlega fyrir veitta aðstoð við að losna við þetta rusl…þó þeir viti ekkert af því…já og næsta poka líka!!! En nú held ég að sé “hreinlega” kominn tími til að banka upp á hjá nágranna og spyrjast fyrir um þetta leyndarmál þeirra.

Hægt er að kaupa sér 8 miða kort í strætó hér í Osló…gildir þetta kort þá einnig í sporvagnanna og í lestir hér innan borgarinnar…þetta kort kostar 160 norskar krónur og 2.400 umreiknað í íslenskar krónur. Þá er hver ferð á 300 krónur íslenskar og er það eitthvað sem fátækum skóladrengjum munar um og er þess vegna freistandi…að gleyma að stimpla þetta kort…alla vega svona eina og eina ferð. Gerðist það í síðustu viku…eftir langan og erfiðan skóladag að ég ákvað að taka sporvagninn heim…einhvern veginn í ósköpunum gleymdi ég að stimpla blessað kortið og mundi ekki eftir því fyrr en….2 grimmir eftirlitsmenn samgöngukerfis Oslóborgar birtust í vagninum!!! Andskotinn, þeir þurftu endilega að byrja á mér og þess vegna engin leið að teygja sig í stimpiltækið um borð í vagninum…ég rétti þeim kortið…og reyndi að vera eins og ég væri alveg rétt ný búinn að stimpla!!! Þeir rýndu og rýndu í kortið…en sáu bara engan stimpil…ég sagði að hann hlyti að vera þarna…ég væri nýbúinn að stinga kortinu þarna í…nei, þeir héldu áfram að rýna og ég reyndi að vera eins saklaus og ég mögulega gat…var ég nú farinn að hugsa um alla sektina sem væri við þessari gleymsku minni!!!..hélt áfram að segja þeim að ég væri nýbúinn að stinga þessu korti inn í þennan blessaða stimpil…já, já vertu rólegur vinur sögðu þeir, þú verður bara að stinga þessu fastar inn og hlusta á þegar kortið stimplast…stungu þeir svo kortinu fyrir mig inn í stimpiltækið og var ég ansi asnalegur er stimpillinn kom næstum því áður en hann stakk því í tækið. …já mikil ósköp,manni getur liðið eins og algjöru fífli yfir smáaurum sem þessar 300 krónur eru…já,ég hef ekkert tekið sporvagninn síðan…glæpamaðurinn hefur ekkert verið að sýna sig á þeim slóðum!!!

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

6 ummæli

 1. Ummæli eftir Kata:

  frábært blogg. Þú hefur verið alveg í rusli, með ruslið!!! hahaha. Ég hefði viljað sjá framan í þig í sporvagninum hjá vinum þínum í eftirlitinu. Nú skildi ég hvað þú varst að sýna mér á skypinu…pylsupakkann góða. Þú ert ekkert smá hugmyndaríkur og nýtinn.
  sjáumst á morgun.
  kv kata

  9. september 2008 kl. 22.08
 2. Ummæli eftir Íris:

  Jæja það er gott að þú breystist ekki úti í hinum stóra heimi Vignir minn…;) Geturu ekki bara fengið vinnu við að keyra sporvagninn frítt far í skólann hahah

  10. september 2008 kl. 10.30
 3. Ummæli eftir Berglind nágranni Hvanneyri:

  hahaha..vissi ekki að þú værir svona lúnkinn í eldhúsinu;) hugmyndarflugið með einn pulsupakka!!!

  10. september 2008 kl. 10.35
 4. Ummæli eftir Helgi Ein:

  Tad er vonlaust ad na i tig madur!!! Kveikja a simanum. Eg er nidri i skola og tu hefur gott af tvi ad vera med i lokunum. Maturinn er kl 16:30 og svo er eitthvad meira game. Hringdu i mig ef tu ert ekki fastur vid sofann. haha. Tetta var eina leidin sem eg hef til ad na i tig, taft einhvern til ad tala islensku vid, uff. ta er eg farinn ut ad klara verkid

  10. september 2008 kl. 13.22
 5. Ummæli eftir M:

  Blessaður vinur minn,…..gaman að lesa bloggið þitt …..það er komið í favorites….Mig langar í HAMBORGARAPULSU…pahahahhaaa …ég segi nú bara eins og er, mar verður rosa svangur af að lesa um alla þessa pulsurétti/pylsurétti…má segja að þú hafir pulsað þig upp í vikunni vinur minn….. Góðar stundir…

  10. september 2008 kl. 16.05
 6. Ummæli eftir Aldís:

  Hahahhaha!!!
  Man eftir svipuðum aðstæðum í strætóum Mílanóborgar í fyrndinni. Það hjálpar alltaf að vera ljóhærður, blikka og brosa, yppa öxlum og halla undir flatt. Ef ekkert gengur er eina ráðið að vera annað hvort í flegnu eða mjög stuttu.,……….300 hundruð karl er auðæfi þegar maður borðar pylsur í öll mál í viku!!!!

  10. september 2008 kl. 21.18