[ Valmynd ]

Nafnalisti

Birt 8. september 2008

Nú telja allir sem ekki þekkja mig….að ég sé alveg orðinn ruglaður!!! enda styttist alltaf í það…gerist sennilega bráðlega…fyrr en varir… en sem sagt…

Þar sem ég er alltaf einn hér í íbúðinni ákvað ég að gera tilbreytingu og nefna hluti hér í íbúðinni og gefa þeim ákveðin nöfn!!!

Einn voða ruglaður!!! En hér koma þau nöfn sem komin eru á “heimilismeðlimina”.

Lampinn í stofunni fór eitthvað í pirrurnar á mér, hallar hann hér í tja…ca.20° og ákvað í tilefni af því að gefa honum íslenskt nafn, hlaut hann nafnið “hallandi” með skírskotun í íslensk örnefni, þá sérstaklega hinn fallega íslenska foss, Dynjanda í Arnarfirði á Vestfjörðum. Síðan kom hitt í einhverju leiðist-kastinu hér úti í Osló!!!

 • Stofulampinn; “Hallandi”
 • Svefnherbergislampinn; “Stuðningur” (hann er mér mikill stuðningur, rétt fyrir svefnin, en aðallega vegna þess að ég þarf að láta skrifb. halda við).
 • Svalirnar; “Dvalarheimilið” (eyði þar mörgum stundum ásamt vinum mínum úr Marlboro “fjölskyldunni”).
 • Fataskápurinn; “Úrval” (þar sem ekki var hægt að ferðast með mjög mikið af fatnaði í fluginu frá Íslandi).
 • Ísskápur með frysti; “Frost”
 • Hitakúturinn; “Funi”
 • Þeir standa saman hlið við hlið í skápum í eldhúsinu, ísskápurinn og hitakúturinn (félagarnir “Frost & Funi).
 • Uppþvottavélin; “Kata” (skrýtið, en kom fyrst upp í huga minn!!!).
 • Þvottvélin; “Hvellur “(Mér bregður alltaf jafnmikið í hvert sinn sem ég opna þessa þvottavél!…liggur við hjartastoppi í hvert sinn er hún opnast!).
 • Þurrkarinn; “Vogur” (sýnist hann ná svipuðum árangri í meðferð á blautum einstaklingum og þau hjá SÁÁ, upp við sundin blá!).
 • Baðvigtin; “X-B” (hef alltaf viljað þannig tæki og málsvara af hljóðustu gerð, en er hún fer að segja manni eitthvað af viti, er í lagi að hlusta).

Læt þetta nægja í bili af þessu rugli. frh.síðar.

Flokkun: Daglegt líf....

Lokað fyrir ummæli.

2 ummæli

 1. Ummæli eftir Helgi Einarsson:

  Vingir minn, ég held að einveran sé alveg að fara með þig. Ég verð greinilega að koma oftar í heimsókn. En ég þigg afnot af baðviktinni, hún er skemmtilegt tæki þessa dagana.

  9. september 2008 kl. 10.55
 2. Ummæli eftir Ester:

  Pabbi viltu koma þér heim!!!! mér líst ekki vel á framhaldið fyrst þú ert farinn að skíra hluti eftir tæplega vikudvöl, hvenrig verðuru eftir 2 vikur? ha ?? pabbi? komdu heim:P

  12. september 2008 kl. 23.21